Aldamót - 01.01.1891, Qupperneq 84
84
að eins sem mann, að vísu sem einhvern mesta
mann, en ekkert meira. Hann var höfundr nýrra
trúarbragða, sem kennd voru við hann, eins og
hver annar trúarbragðahöfundr. Og þessi trúar-
brögð, sem nefnd eru kristindómr, áttu upphaflega
að hafa verið töluvert frábrugðin því, sem þau nú
eru. En hvers vegna? Og hvernig vita þeir þetta,
þessir, sem staðhæfa annað eins? Það er tilgáta,
ekkert annað. Og það er komið með tilgátuna, til
þess að losast við hið yfírnáttúrlega eðli kristin-
dómsins. Eins og kristindómrinn nú er, þá er
hann allr guðlegs eðlis. Hans uppruni er guðlegr,
því hann er byggðr á guðlegri opinberan og er
sjálfr guðleg opinberan. Og persónan sjálf, Jesús
Kristr, sem er hjartað sjálft í kristindóminum
og sem allt byggist á, er guð opinberaðr í mann-
legu holdi. Kristindómrinn hefir verið þetta frá
upphafi. En þeir, sem neita öllum yfírnáttúrlegum
viðburðum, geta eðlilega ekki samsinnt þessu.
Þeir geta ekki, nema þeir gjöri postulana og Jesúm
Krist sjálfan að svikurum, álitið, að kristindómr-
inn hafi upprunalega verið það, sem hann nú er;
heldr hljóta þeir að staðhæfa það, að hann upp-
haflega hafi verið allr annar; og verða svo, eins
vel og þeim er unnt, með einhverju móti að færa
sönnur að staðhæfing sinni. — Hve skökk afstaða
þessara manna er við sjálft atriðið, sýna bezt orð
Hilgenfelds, eins höfðingja Thubingen-guðfræðinnar,
þegar hann mjög hreinskilnislega segir á einum
stað: »Höfuðástæðan fvrir því, að vér ekki get-
um annað en neitað ritvissu guðspjallanna, er sú
að það, sem þau segja frá, getr ómögulega hafa
gjörzt á þann hátt, sem þau segja frá því.« Þetta