Aldamót - 01.01.1891, Síða 86
86
er ómögulegt, að hann hafi verið annað en maðr.
Það er ljóst, að þetta er algjörlega subjelctiv af-
staða, og að það er ómögulegt, að hún geti
staðizt.
Söguleg staðhöfn verðr að sannast sögulega.
Eg, sem kristinn maðr, byggi trú mína á sögulegri
staðhöfn, þó ekki byggi eg hana eingöngu á henni;
því það er til annars konar staðhöfn alveg and-
legs eðlis, er hver sanntrúaðr á í sinni trú, sem
er verk heilags anda. Frelsari vor hefir sagt það,
að hver sanntrúaðr maðr eigi virkilega staðhöfn hið
innrahjá sér, semhann eðlilega geti byggtátrúar-
vissu sína (Jóh. 3, 8.). Á þessari staðhöfn, á minni
trúarlegu sjálfsreynslu, byggi eg, en ekki eingöngu
eins og þegar er sagt. Eg byggi líka á objektivri
staðhöfn, á sögulegri staðhöfn og ekki persónu-
legri staðhöfn eingöngu. Svo að eg með fullum
rétti get sagt ásamt með öllum trúuðum: »Eg
veit á hvern eg trúi».
Það er virkilega söguleg staðhöfn, að Jesús
Kristr hafi verið til. Og það er virkilega söguleg
staðhöfn, að hann haf verið meira en maðr. Það
er enginn sögulegr sannleiki eins vel staðfestr, því
sá vitnisburðr, sem vér eigum um Jesúm Krist, er
betr staðfestr en nokkur annar vitnisburðr sög-
unnar1; því hann staðfestir sig ekki eingöngu með
áhrifum sínum á sálu hvers þess manns, sem trúir
1) Ahrærandi hinn sögulega áreibanlegleik þessa vitnis-
burðar, að því er ritvissu nýja testamentisins snertir, sjá
einnig fyrirlestr minn: <tBiblían«, en einkum ritgjörð séra
Friðriks J. Bergmanns: <Sam.< II, nr. 7 og 8: «Hin fjögur
guðspjölU.