Aldamót - 01.01.1891, Side 88
88
verunnar. Að skilja þessi áhrif, þetta vald Jesú
Krists, er létt fyrir þann, sem trúir á hans guð-
dóm; öðrum er það óskiljanlegt.
I 19 aldir hefir hann talað. Og áhrifin eru
hin sömu nú eins og fyrst. Tíma-fjarlægðin er vön
að rýra áhrif annarra persóna. En áhrif þessarar
persónu eru alveg hafin yfir tímann og rúmið.
Hjörtu tengjast honum enn eins og áðr, ekkifyrir
neitt ytra vald, heldr eingöngu fyrir hin persónu-
legu áhrif hans. Og þegar hann hefir eignazt
eitthvert hjartað, þá vill það ekki missa hann aptr
fyrir neitt. Fvrir það hjarta er ekkert til, sem
kemst í nokkurn samjöfnuð við hann. I honum á
það sitt allt. Það er ekkert, sem gleðr það eins-
og hann. Ekkert, sem huggar það eins og hann.
Ekkert, sem græðir öll þess Sár, nema hann. Ekk-
ert, sem styrkir það eins og hann. Ekkert, sem
það því elskar eins og hann. Hvers vegna? Getr
vantrúin skýrt frá því? Aldreil Þri hún veit
ekM, hver Jesús Kristr er.
Napóleon mikli fann til þessara óviðjafnanlegu
áhrifa, sem Jesús Kristr hafði, þótt hann léti þau
ekki fá vald yfir sér, fyrr en hafi það verið síð-
ast á eyjunni St. Helena. »Eg þekki mennina»,
segir hann við þá, sem hann eitt kveld var að
tala við um Jesúm Krist, »ogeg segiyðr, að Jesús
Kristr var enginn maðr. Grunnhyggnum sálum
finnst honum svipa til þeirra, sem grundvallað hafa
ríki og lagt hafa lönd undir sig og til guða ann-
arra trúarbragða. En þar á sér enginn svipr á
milli stað. Og liver sá, sem hefir sanna þekking
á hlutunum og reynslu á mönnum, mun gjöra
þessu atriði eins stutt skil og eg. Myndi ekki hver