Aldamót - 01.01.1891, Page 92
92
inn með neina guðstrú, nema guðstrú hans verðf
að Krists-trú; því guð er í Kristi opinberaðr. Sonr-
inn kallast orðið (Jóh. 1, 1.). Hann er opinberari
föðurins. Ef hann ekki opinberar oss föðurinn,
eða ef vér fyrir hans opinberun fáum ekki þekk-
ing á föðurnum, þá fáum vér aldrei þekkt föðurinn,
því Kristr segir: »Enginn þekkir föðurinn nema
sonrinn ogsá, sem sonrinn villþað auglýsa« (Matt.
11, 27.) Og: »Sá, sem afneitar syninum, hefir heldr
ekki samfélag við föðurinn« (1. Jóh. 2, 23.). Sá,
sem afneitar Jesú Kristi, hann afneitar þeim, sem
faðirinn heflr sent og sem opinberar föðurinn og-
einn fær komið oss í samfélag við guð. Og sá
hinn sami trúir þá ekki vitnisburði þeim, sem guð
hefir vitnað um sinn son og heflr um leið gjört
guð að lygara (1. Jóh. 5, 10.). Og að gjöra guð
að lygara með því að trúa ekki þeim vitnisburði,
sem hann hefir vitnað um son sinn — skyldi það
þá ekki vera nokkuð sterk guðsafneitan? Oghvaða
gagn er mér að minni guðstrú, ef hún kemr mér-
ekki í samfélag við guð?
Samkvæmt orði því, sem vér kristnir menn
trúum, og samkvæmt öllum þeim vitnisburði, sem
vér höfum um Jesúm Krist, þá er það ljóst, að
guðstrú án Krists-trúar er nokkuð, sem að eins er-
hálft. En nú getr ekki Krists-trúin verið sönn, nema
hún feli í sér trú d gnðdóm Jesú Krists, annaðhvort
verðr maðrinn að afneita guði algjörlega — og það
gjörir hann upp á sína eigin ábyrgð — eða að
öðrum kosti að trúa á guð opinberaðan í Jesú
Kristi. Allt þar á millier að vera hálfr. Ogeng-
inn hálfleikr samrýmist við kristindóminn. — Því
það er söguleg staðliöfn, að guð er opinberaðr i