Aldamót - 01.01.1891, Síða 93
93
Jesú Kristi, eins og þegar er sýnt. Kristinn maðr
bvggir því ekki trú sína á sandi. Hann stendr
með trú sína á kletti. Trú hans er því ekki skoð-
an, sem hann hefir tekið upp hjá sjálfum sér, sem
bæði getr verið sönn og getr líka verið ósönn.
Hún er byggð á staðhöfn. Og staðhöfnin er —
Jesús Kristr, sannr guð og sannr maðr, frelsari heims-
ins, dómari lifenda og dauðra, vegrinn, sannleíkr-
inn og lífið. Hér er ekkert fálm viðvíkjandi því,
hvað sé sannleikr, ekkert samningskák, enginn af-
sláttr við aldarháttinn; enginn miðlunarhálfleikr við
antikristilegar stefnur; því hér er hinn fullkomni
sannleikr — guð sjálfr opinberaðr, svo mennirnir
þurfi ekki að ráfa um í myrkri, heldr geti komizt í
hið dýrlega ljós guðs sjálfs.
Hinn sögulegi vitnisburðr, sem nú hefir verið
talað um þessu til sönnunar, er oss þá ekki nógr.
Hinn eiginlegi vitnisburðr er vitnisburðr guðsorðs-
ins. Það hefir verið og er sagt, að trúarlærdómr-
inn um guðdóm Jesú Krists sé tilbúningr guðfræð-
inga kirkjunnar. Þeir hafi ekki guðs orð fyrir kenn-
ingunni. En það mætti eins vel segja, ef þú byggir
til skál fyrir neðan uppsprettulind og létir svo lind-
ina renna í hana, að þú hefðir búið til hið tæra,
svalandi lindarvatn, af því þú bjóst til umgjörð-
ina, skálina. Það er satt: hið guðfræðislega form
trúarlærdómsins er mannsandans verk, en inni-
haldið ekki. Það, sem gimsteinninn er greyptr í,
er verk þeirra manna, sem fengið haía af guði
hagleik og greind til þess að gjöra það verk, en
gimsteinninn sjálfr er ekki verk þeirra. Það er
svo með trúarlærdómana yfir höfuð. Þeir eru það
form, sem skilningrinn gefr trúarsannindum þeim,