Aldamót - 01.01.1891, Page 94
94
semí og með trúnni eru gefin. Formið hefir ekki
ætíð verið hið sama. Trúarlærdómarnir hafa þrosk-
azt að forminu til. Þeir hafa æ verið að fá ákveðn-
ara, ljósara form. Sanntrúaðr maðr á sannleiks-
atriði kristindómsins i eigu sinni, þó þau séu ekki
orðin honum svo skilningslega ljós, að hann eigi
þau í föstu, skilningslegu formi. Hann getr átt
þau einsog annað fóstr, sem er að myndast. Vegna
þess að þessu er þannig varið, þá á hver trúar-
lærdómr sína sögu, eins og hver persóna og hver
hugmynd á sína sögu. En að því verðr einnig að
gá, að þessi saga hvers trúarlærdóms er ekki orðin
til eingöngu fyrir hina meðfæddu þörf hjá manni-
num, að skilja og gjöra grein fyrir hverju því,,
sem hann þekkir og veit, heldr hafa meðfram ytri
söguleg skilyrði verið hér verkandi, haft hér sín
áhrif, sem að miklu leyti hafa ákveðið form það,
sem trúarlærdómarnir hafa fengið. Sá, sem ekki at-
hugar þetta ogþekkir ekkert inn á það, hann fær
ekki skilið þennan ytri búning trúarlærdómanna; og
ef hann hefir mikið álit á sjálfum sér og þekking
sinni, þá er hætt við, að hann kalli margt það
þvætting, sem hann sökum þekkingarskorts skilr
ekkert í. Og sá, sem ekki athugar eða þekkir
ekki inn á hinn sögulega þroska trúarlærdómanna,
honum er hætt við að villast, þegar hann verðr
var við mismun í trúarlærdómalegu tilliti hjá hin-
um eldri og yngri kirkjufeðrum og að álíta mis-
muninn ósamkvæmni. En það á sér ekki stað
önnur ósamkvæmni hjá hinum sanntrúuðu feðrum,
heldr en t. d. eins og ósamkvæmni barnsins við
unglinginn og unglingsins við hinn fullorðna mann.