Aldamót - 01.01.1891, Qupperneq 98
98
lærdómr hefir rót sína í guðs orði. Þegar því vin-
ir vorir, únítararnir, segja, að lærdómrinn um guð-
dóm frelsarans hafi ekki við biblíuna að styðjast,
heldr sé tómr tilbúningr guðfræðinga, þá er það
eins fjarstætt nokkrum sanni og að segja, að ljós-
ið hafi ekkert með sólina að gjöra, og blómið ekk-
ert með frækornið að gjöra, sem það vex upp af,
heldr sé hvorttveggja, ljósið og blómið, tilbúningr
vísindamanna. Það er ekkert annað en hleypi-
dómr gegn kenningunni, sem gjörir þessa menn
svo skilningssljóa á það, hvað virkilega stendr
skrifað, en ekki að þeir í sjálfu sér séu skilnings-
sljóvari en andstæðingar þeirra. Og svo er það
líka eitt, sem má taka fram og sem gjörir það
svo erfitt fyrir únítara að lesa það, sem skrifað
stendr; og það er þetta: Þeir sýnast heimta, ef
þeir eiga að geta séð lærdóminn kenndan í biblí-
unni, að finna hann þar tekinn beinlínis fyrir og
kenndan út af fyrir sig, eins og t. d. lærdóminn
um réttlætinguna af trúnni af Páli postula, gáandi
ekki að því, að hinir heilögu höfundar gengu út
frá þessum lærdómi sem sjálfsögðum. Þess vegna
er það, að í ritningunni er frekar bent til lærdóms-
ins, en að hann sé þar beinlínis kenndr. En
bendingarnar eru svo ljósar, að það er svo fjarri
því, að það þurfi fulla birtu til þess að sjá þær.
Dr. BaumstarTc, þýzkr guðfræðingr, sem nýlega
hefir gefiðút stórt trúvarnarrit, byggtámannfræðis-
legum grundvelli, segir á einum stað í því, að upp
á spurninguna um það, hvort kenningin um guð-
dóm frelsarans styðjist við biblíuna »geti enginn
með ófanginn skilning (unbefangener Weise) gefið
annað svar en það, að í nýja testamentinu komi