Aldamót - 01.01.1891, Síða 99
99
guðdómr Krists eins ákveðið i ljós og manndómr
hans*.1 Skozkr guðfræðingr einn, Rev. James
Stalker að nafni, hefir fyrir skömmu í ritgjörð einni
áhrærandi þau atriði guðfræðinnar, sem sérstak-
lega þyrfti nú að taka fyrir, sagt nálega hið sama
og eg sagði, nefnilega að hinir helgu höfundar
gangi eins og út frá guðdómi frelsarans sem sjálf-
sögðum. Hann segir nefnilega: »Biblíuguðfræðin2
(biblical theology) er þegar búin að sýna, að tilkall
únítarismusins til nokkurs konar stuðnings í rit-
ningunni fái ekki staðizt; því hún hefir gjört ljósa
grein fvrir því, að guðdómr Krists verðr ekki að
eins sannaðr með einstöku ritningarstöðum, sem
hin eldri guðfræði gat sýnt fram á, heldr að þessi
skoðun á frelsaranum sé hjá hverjum höfundi
nýja testamentisins hjartað í öllu hugsana-kerfi
hans«.3 0g Canon Liddon, guðfræðingrinn enski,
segir í sinni alkunnu bók um guðdóm frelsarans:
»Kenningin um guðdóm Krists er beinlínis hugsun-
arlega leidd af guðspjallasögunni.4
1) Das Christenthum in seiner BegrUndung und
seinen Gegensdtzen. III. B. bls. 395.
2) Þessi guðí'ræðisgrein, sem er ný grein í guðfræðisvís-
indunum, leitast við að gjöra grein fyrir því, hverjar þær
hliðar séu á hinum opinberaða sannleika, sem hver ein-
stakur hinna helgu höfunda skoðar út af fyrir sig og
hvernig hann skoði þær. Það kemr óneitanlega skoðana-
mismunr fram hjá hinum helgu höfundum; en þegar að er
gáð, er sá mismunr ekki fólginn í öðru en því, að hinn
opinberaði sannleiki er skoðaðr að eins frá mismunandi
hliðum.
3) Magazine of Christian Literature. New York, II.
B. bls. 83.
4) The Divinity of our Lord, bls. 162.
7*