Aldamót - 01.01.1891, Side 100
100
En hvað sá eða sá guðfræðingrinn, sem þér
flestir þekkið ekkert til, segir þessu viðvíkjandi,
hefir auðvitað litið sönnunar-gildi. Kenningin er
heldr ekki byggð á skoðunum guðfræðinga, eins
og fram heflr verið tekið. En hvort heldr vér er-
um lærðir eða ólærðir, þá getum vér allir dæmt
um gildi þeirrar sönnunar, sem eg þegar hefi til-
fært (sjá bls. 97 og 98); og eins er með það, sem
eg nú ætla að færa máli mínu til sönnunar. Vér
getum allir dæmt um gildi þess líka. Og svo get-
um vér dæmt um gildi skoðana guðfræðinga og
annarra þessu atriði viðvíkjandi. Sú sönnun, sem
eg ætia mér þá nú að tilfæra, er höfuð-sönnunin.
Og það er vitnisburðr ritningarinnar sjálfrar. En
eg ætla mér þó ekki að tilfæra allan vitnisburð
hennar um þetta atriði; því það yrði mál nógu
langt fyrir stóra bók, þótt únítarar beri oss það á
brýn, að vér séum svo fátækir af stöðum máli
voru til sönnunar, að vér neyðumst til að grípa
til staða, sem vefengdir séu, — rétt eins og trú
vor væri bvggð á vafasömum stöðum! Nei, það
er öðru nær! -— Svo eg ekki verði of langorðr,
þá ætla eg að eins að tilfæra vitnisburð höfuð-
persónunnar sjálfrar, drottins vors Jesú Krists, vitn-
isburð hans um sjálfan sig, sem er hjartað í guðs
orði. Með vitnisburði sínum verðr Jesús Kristr
annaðhvort að falla og eiga þann vitnisburð Gyð-
inga með fullum rétti, að hann hafi verið svikari
(»vér minnumst, að svikari þessi sagði,« sögðu þeir
við Pílatus) eða hann stendr ómótmælanlega með
honum í allri. sinni guðdómsdýrð verðugr þess, að
honum ásaint með föðurnum sé sungin þökk og
heiðr, dýrð og kraptr um aldir alda (Opinb. 5, 13).