Aldamót - 01.01.1891, Síða 103
103
l'enningu Jesú Krists kemr það greinilega í Ijós, að
hann hafi haft miðvitund um það, að hann sjálfr
vœri fullkominn. Þetta er alveg einstakt. Það er
•öðruvísi með oss, þegar vér kennum. Meðvitundin
um það, hve ófullkomnir vér séum, hlýtr að skína
alstaðar fram hjá oss. Þetta til athugunar. Það
hendir sterkt í áttina.
Þá vil eg fyrst tilfœra þá staði, sem sýna
fram á, hvernig hann leit á sjálfan sig gagnvart
mönnunum og á mennina gagnvart sér eða: hvaða
meðvitund hann hafði um það, hver afstaða hans
vœri til mannanna og á hinn hóginn hver afstaða
mannanna yfr höfuð eigi að vera til hans:
»Á þeim degi munu margir segja til min:
herra, herra, höfum vér ekki í þínu umboði kennt,
rekið djöfla út og gjört mörg kraptaverk. En eg
mun segja þeim berlega: aldrei þekkta eg yðr,
farið frá mér, þér illgjörðamenn®1. Gáið að því,
hvað liggr í þessu: »En eg mun segja«. Á dóms-
■degi segist hann munu tala við þá, sem tilheyrðu
honum hér að eins í orði kveðnu. Hann muni
reka þá burtu frá sér, af því í lifenda lífi þeirra
hafi hann ekki verið drottinn þeirra í anda og
sannleika. Hann segist aldrei hafa þekkt þá og
J>ess vegna eigi þeir ekki heima hjá sér í himna-
ríki. Hefir sá, sem er tómr maðr, leyfi til að
tala þannig? —
Hann dáist að trú hundraðs-höfðingjans, sem
hafði sagt: »Bjóð þú að eins með einu orði og mun
þjónn minn heill verða«, og segist ekki hafa
fundið slíka trú í ísrael. Og þessi trú hundraðs-
~ \ ” I - • • v ... • • ' . •
1) Matt. 7, 22. 23.