Aldamót - 01.01.1891, Side 106
106
inn. Hverja þá grein á mér, sem ekki ber ávöxt,
afsniðr faðirinn. Enginn getr borið ávöxt, nema
hann sé áfastr mér1. Sá, sem ekki er stöðugr í
mér, honum verðr snarað út eins og aflcmsti2. —
Þetta er hið eilífa lífið, að þeir þekki þig og þann,
sem þú út sendir, Jesúm Krist3. Eg em vegrinn,
sannleikrinn og lífið ; enginn kemr til föðursins nema
fyrir mig4. — Hver er þá þessi, sem þannig talar
um sjálfan sig! Það er fjarri því, að vér þyld-
um manni með fullu ráði að tala þannig! — Og
rétt áðr en hann skilr við lærisveina sína, segir
hann þeim að boða í nafni sinu öllum þjóðitm
aptrhvarf og fyrirgefning syndanna5. Maðr að
láta bjóða í nafni sínu öllum þjóðum aptrhvarf
og fyrirgefning syndanna! Væri það ekki guð-
last? —
Svo skulum vér sjá, hvort ekki nafnið guðs
sonr, þegar hann nefnir sig því nafni, sem táknar
meira, heldr en þegar það er haft um menn —
hvort ekki í því komi í Ijós meðvitund hans um það,
að hann sé œðri vera.— Sem 12 ára gamall drengr
segir hann í musterinu við Jósep og Maríu: Viss-
uð þið ekki, að mér ber að vera í því, sem mins
föður er6. Það er greinilegt, að hann hér hefir
skoðað guð föður sinn í æðri merkingu, heldr en
þegar vér köllum hann föður; því andspænis þeim
föður, sem María nefnir (Jósep), setr hann sinn
föður (guð). — I freistingarsögunni kallar freistar-
inn hann guðs son í æðri merkingu; því hann segir,
að sem guðs son sé hann almáttugr, og geti gjört
1) Jóh. 15,1. 2. 4. 2) v. 6. 3) 17,3. 4) 14, 6. 5) Lúk
■24,27. 6) 2, 49.