Aldamót - 01.01.1891, Page 107
107
það kraptaverk að gjöra steinana að brauðum1.
Jesús gefr ekki með neinu orði til kynna,að hann
álíti það rangt, að hann sé metinn svona mikils.
I>ó að því annar kalli hann guðs son hér, þá er
það einmitt þess vegna hið sama og hann hefði
.gjört það sjálfr, þar sem hann staðfestir álitið með
því ekki að leiðrétta það. Og alveg eins er um
það, þegar mennirnir á bátnum segja við hann:
vissulega ertu guðs sonr, þegar þeir sjá, hvernig
veðrið lægir um leið og hann stígr inn fyrir borð-
stokkinn2. Hann setr ekkert ofan í þá fyrir það,
þó hann sé rétt búinn að setja ofan í við Pétr
fyrir vantrú hans. Og svo spurningin, sem hann
lagði fyrir lærisveina sína við Sesarea Filippí;
hver halda menn að eg, mannsins sonr, sé ‘?—Þeir
sögðu honum frá hinum ýmsu tilgátum manna. En
svo spyr hann þá: en hvern hyggið þér mig vera?
-—Og svaraði þá Símon: Þú ert Kristr, sonr hins
lifanda guðs. Og álirærandi þessa þekkingu Pétrs
-á honum sem syni guðs, segir hann við Pétr, að hold
og blóð haíi ekki auglýst honum þetta, heldr sinn
Mmneski faðir3. Hann segir þá með því beint út, að
hann sé sonr hins lifanda guðs, og að enginn geti
vitað þetta, nema guð opinberi honum það. — I
'dæmisögungi um víngarðinn segir frelsarinn, að
eigandi víngarðsins (guð sjálfr) hafi að lokum sent
•einkason sinn (hann, J. Kr.) eptir að hann þrásinn-
is var búinn áðr að senda þjóna sínah Spámenn-
irnir voru þjónar guðs; Jesús Kristr er einkasonr
hans. Líka spurði Jesús Faríseana einu sinni:
1) Sjá Matt. 4, 3. 2) 14, 33. 3) Sjá Matt. 13,13.—17. 4) Mark.
12, 6.