Aldamót - 01.01.1891, Qupperneq 108
108
hvers son er Kristr? Þeir svöruðu: Davíðs. En
hann spyr þá aptr: Hví kallar Davíð hann þá f
anda drottin, er hann segir: Drottinn sagði mín-
um drottni1. Er það ekki auðséð, að hann bendir
á sig sem guðs son í œðri mericing ? 0g svo spur-
ning æðsta prestsins: Eg særi þig við hinn lif-
anda guð, að þú segir oss það, ef þú ert Kristrr
sonr gaðs2. — Jesús játar því, að svo sé. Og það
er kölluð guðlöstun. Það er því auðséð, hvað leg-
ið hefir í nafninu. Fyrir þessa guðlöstun er hann
svo dæmdr til dauða. Ef æðsti prestrinn og ráðið
hefði misskilið hann, þá var innan handar fyrir-
hann að leiðrétta þá. Já, það hefði verið skylda
hans. En þess þurfti ekki; því skilningr þeirra í
því tilliti var réttr. Hann vissi líka hvað æðsti
prestrinn meinti, þegar hann spurði hann. Og hann
svarar upp á spurninguna eins og æðsti prestrinn
meinti hana. Ella hefði hann verið að leika sér
að því að koma inn misskilningi hjá þeim og eins
og spanað þá upp móti sér. Það er því ekki spurs-
mál um það, a ) hann hefir verið dæmdr til dauða.
og dáið vegna þess, að hann gjörði sig jafnan giiöi.
Það eitt ætti að vera nógu sterk sönnun fyrir því,
að hann áleit ekki sjálfan sig vera tóman mann,
heldr annað miklu meira.
En eg vil halda áfram að tilfæra staði, sem
betr og betr sýna, hvaða meðvitund hann hafði
um það, hver hann væri. Eg er ekld kominn til
þess að aftaka lögmálið og spámennina, heldr til
þess að fullkomna það3. Og þó gefr hann þessu
sama orði þann vitnisburð, að það sé framgengiðt
1) Matt. 22, 23. 24. 2) 26,63. 3) Matt. 5, 12.