Aldamót - 01.01.1891, Qupperneq 112
112
hljómi1. Þá munu allir þeir, sem í gröfunum eru
lieyra hans raust2. Þetta segir hann! Og segir hann
ekki með öllu þessu eins greinilega og unnt er
að hugsa sér, að hann sé meira en maðr? — Er
mögulegt fyrir sjáandi mann að neita því?
Þá koma staðirnir, þar sem hann talar um
það, að hann sé kominn frá guði, og um fortilveru
sína eða tilveru hans áðr en hann fæddist í heim
þenna: — Enginn heflr stigið upp til himins nema
sá, sem niðr sté af himni — hann sjálfr nefnilega3
Með þessu vildi hann einmitt sanna það, að hann
þekkti inn á hina himnesku hluti og gæti því um
þá talað af sjálfum sér, en enginn annar, því eng-
inn nema hann hefði verið á himnum. — Þetta
sannar fortilveru hans. Og það neitar fortilveru
allra annarra en hans. — Guð sendi son sinn í
heiminn, til þess að frelsa heiminn4, segir hann
enn fremr. Og: eg hefi niðr stigið (orðið bendir til
þess, að hann sjálfr hafi viljað það og ákvarðað
og til þess) af himni, segir hann á öðrum stað5, og:
eg em það lifanda brauð, sem kom niðr af himni6.
Hann gefr líka á einum stað bendingu um það,
að hann stígi aptr upp þangað, sem hann var áðr7.
Að hann þekki föðurinn, sannar hann lika á einum
stað með því, að hann sé kominn frá honum8. —
Yið Gyðinga segir hann: Þér eruð neðan að, eg
~em ofan að; þér eruð af þessum heimi, eg em ekki
af þessum heimi9, og: Eg tala það, sem eg hefi
séð hjá mínam föður10. Aðr en Abrahamvar, er eglí. —
1) Matt. 24, 27. 30. 31. 2) Jóh. 5, 25. 3) 3, 13.
4) v. 17. 5) 6. 38. 6) v. 51. 7) v. 62. 8) 7, 29. 9) 8, 23.
10) 8, 38. 11) v. 58.