Aldamót - 01.01.1891, Page 119
119
munur er og í öðru fólginn. Vestur-íslendingar
hafa nálega undantekningarlaust gefið sig að eins
við því að lýsa hinu núverandi ástandi kirkjunn-
ar á íslandi. En Austur-Islendingar hafa reynt
að kippa í lag ýmsum ytri mistellum kirkjunnar.
Safnaðarstjórn hefur verið bætt. Það hefur verið
reynt að gjöra kjör presta jafnari en áður.
Nokkrum drykkjuprestum hefur verið vikið úr
embætti o. s. frv.
Þannig hafa Austur-íslendingar reynt að bæta
ytri hag kirkjunnar, en þeir virðast í fyrstu eigi
hafa haft eins glöggt auga fyrir innri hag hennar,
ltirkju- og trúarlífínu. En þegar óánægjuraddirnar
um þá hlið málsins fóru að berast hjeðan að vest-
an, þá bergmáluðu þær um endilangt Island.
Vestur- og Austur-Islendingar virðast í þessu efni
vera orðnir sammála. Eins og með einum rómi
kvarta þeir yfir ástandi kirkjunnar á Islandi. En
það er ekki nóg að kvarta yfir því, sem aflaga
fer. Það þarf að reyna að bæta úr því. Það
verður auðvitað fyrst að gjöra sjer Ijósa grein
fyrir því, hvernig ástand íslenzku kirkjunnar sje.
Því næst verður að íhuga, hvaða ráð sjeu til um-
hóta. Það eru þannig tvær spurningar, sem bíða
svara. Hvernig er ástand íslenzku kirkjunnar?
Hver er viðreisnar von hennar?
I.
Astand kirtajunnar á íslandi.
Það, sem hefur verið ritað um íslenzk kirkju-
mál seinustu árin, hefur mest allt beinlínis eða ó-
heinlínis lotið að þessu efni. Menn hafa sí og æ
kvartað yfir því, að kirkju- og trúarlífið á Islandi