Aldamót - 01.01.1891, Page 120
120
sje dauft og dofið. En það hefur aldrei með næg-
um rökum verið sýnt fram á, hvers vegna það er
dauft og dofið. Menn hafa i þessu efni ávallt talað
um: »Hvernig«, en aldrei um: »Hvers vegna«.
Astand kirkjunnar á Islandi hefur aldrei verið
skoðað í ljósi sögunnar. Þess vegna hafa dóm-
ar manna um það efni opt fallið af handa hófi og
orðið ósamhljóða sögulegum sanni. Auðvitað eru
dómar þessir eigi sprottnir af ósanngirni, heldur
af misskilningi.
Menn hafa sagt, að meinsemd íslenzku kirk-
junnar væri prestunum einum að kenna. Auðvitað
hvílir mikil sök á prestunum á íslandi. En það
er mesti misskilningur að kenna þeim einum um
ástand kirkjunnar þar. Það hefur opt verið kvart-
að yfir því hjer vestan hafs, að vor kirkjulegi
fjelagsskapur gangi stundum eigi að óskum. Það
hefur opt verið kvartað yfir því, að í sumum ný-
lendum stæði fjöldi Islendinga utan safnaðar og
tæki engan þátt í kirkjumálum vorum. Það hefur
opt verið kvartað yfir því, að í sumum nýlendum
vorum snúa margir íslendingar bakinu við lútersk-
um söfnuðum og leita til annara trúboða eða mynda.
nýja söfnuði. Ef vjer íslenzku prestarnir vestan
hafs værum dæmdir eptir sama mælikvarða og
embættisbræður vorir á íslandi, þá mætti með
sama rjetti segja: að allt þetta væri oss prestu-
num einum að kenna, þá mætti með sama rjetti
segja: að allt, sem miður fer í kirkjumálum
Vestur-íslendinga, sje oss prestunum einum að
kenna. Það mundi oss finnast ósanngjarn dómur.
Og hið sama gildir prestana á Islandi. Þeim er
alls eigi einum um það að kenna, hvernig ástand