Aldamót - 01.01.1891, Page 121
121
kirkjunnar þar er. Sumir þeirra eru sannir á-
gætismenn, eins og t. a. m. síra Valdimar Briem.
Prestar íslands eru auðvitað, eins og prestar ann-
arra landa, spegill sinnar eigin þjóðar. Þeir eru
teknir af þjóðinni sjálfri. Þeir eru hjer um bil
350 hluti hennar. Þeir eru börn sinnar þjóðar og
sinnar samtíðar. Því meiri framförum sem þjóðin
tekur í kristilegri menning og menntun, því betri
presta fær hún. Því betri lífskjör í veraldlegu og
andlegu tilliti sem þjóðin getur veitt prestum sín-
um, því betri presta fær hún.
Til þess að geta gjört oss Ijósa grein fyrir
ástandi kirkjunnar á Islandi, þá verðum vjer að
skoða það í ljósi sögunnar. Vjer verðum að leita
að sögulegum orsökum til þess, að kirkju- og trú-
arlíflð á Islandi hefur verið með litlu lífsmarki um
langan tíma. Vjer verðum að ættfæra þá trúar-
stefnu, sem hefur ríkt á Islandi nálega fram á
þennan dag. Á þetta atriði hef jeg minnztígrein
einni í Lögbergi 24. des. 1889. Jeg benti þar á,
að þessi trúarstefna stæði í sambandi við hina
gömlu og nýju skynsemistrú (rationalismus). Sið-
an hefur þessari skoðun minni verið haldið fram,
en enginn hefur orðið til að mótmæla henni. Um
þetta atriði vil jeg fara nokkrum orðum.
Um síðustu aldamót fjekk Island nýja sálina-
bók, sem í fyrstu var kölluð: Messusöngsbók. Áð-
ur hafði Grallarinn verið aðalsálmabók Islands
um tvær aldir. Messusöngsbókin »innleiddi« skyn-
semistrú fyrri aldar á Islandi. Magnús Stephensen
í Viðey, aðalflutningsmaður þeirrar trúarstefnu á
Islandi, var og aðalmaðurinn við útgáfu þessarar
smálmabókar. Sálmar hennar voru umsteyptir í