Aldamót - 01.01.1891, Page 122
122
móti skynsemistrúarinnar. Þeir sálmar, sem að
efninu til komu í bága við skynsemistrúna, voru
ortir upp aptur. Hvorki eldri nje yngri sálma-
skáldum var hlíft. Jafnvel sálmum eptir Lúter og
Hallgrím Pjetursson var brevtt. Þessi bók var
aðalsálmabók Islands um langan tíma. I sömu
skynsemistrúarstefnu gekk og »Arna postilla®, þeg-
ar hún kom út. Þessar tvær bækur voru aðalrit hinn-
ar gömlu skvnsemistrúar á íslandi. Þær hafa og
haft allmikil áhrif, einkum sálmabókin. Þó varð
skynsemistrúin á Islandi aldrei eins mögnuð og
annars staðar á Norðurlöndum. Það var eins og
það drægi úr þessari vantrúaröldu, þegar hún kom
að ströndum Islands. Sálmar Hallgríms Pjeturs-
sonar höfðu fengið svo mikið vald yfir þjóðinni,
að aldamótabókin gat aldrei náð fullu einveldi yfir
sálmasöng Islands. Og »Arna postilla« gat auð-
vitað eigi algjörlega kippt »Vídalíns postillu« úr
sæti. Þannig var það Hallgrímur Pjetursson og
Jón Vídalín, sem vernduðu Island frá því, að
skynsemistrúar þokan yrði þar eins svört og ann-
ars .staðar á Norðurlöndum. En þeir gátu eigi
spornað við því, að skynsemistrúin yrði ríkjandi
trúarskoðun á Islandi um nokkurn tíma. Auðvitað
lýsti þessi skynsemistrú sjer mest í deyfð og
drunga, sem hvíldi yfir öllu kirkju- og trúarlífi á
Íslandi.
Eins og kunnugt er, þá stóð gamla skynsem-
istrúin eigi lengi á Norðurlöndum. Snemma á
þessari öld var hún þar brotin á bak aptur. Með
19. öldinni vaknaði kristin trú aptur til nýs lífs
og hratt skynsemistrúnni úr völdum um gjörvöll
Norðurlönd. Samhliða þessari nýju trúaröldu reis