Aldamót - 01.01.1891, Page 123
123
upp ný alda í ríki skáldskaparins (romantík). Þær
voru sambornar systur. Þess vegna hjeldu guð.
fræðingarnir og skáldin höndum saman. Þeir
Þörðust hver með öðrum fyrir viðreisn hins and-
lega lifs. Meðal Dana má í þessu efni nefna
Öhlenschldger, Grundtvig, Ingemann og Mynster.
Þessi nýja trúaralda barst einnig til Islands. Hún
kom til landsins með þeim Islendingum, sem höfðu
•dvalið i Kaupmannahöfn og kynnzt skáldum og
guðfræðingum Dana. Hún var þannig borin fram
á íslandi af beztu skáldum þjóðarinnar: Jónasi
Hallgrímssyni og Bjarna Thorarensen. Sjerstak-
lega kom hún auðvitað með þeim mönnum, sem
höfðu stundað guðfræðisnám við háskólann í Kaup-
mannahöfn, eptir að skynsemistrúnni hafði þar
verið lirundið úr sessi. Meðal þessara manna má
sjerstaklega nefna guðfræðingana Helga G. Thord-
ersen og Pjetur Pjetursson. Þvi miður voru »prje-
dikanir« hins fyrnefnda eigi gefnar út fyr en löngu
eptir dauða hans, svo hann hefur eigi barizt með
öðru gegn skynsemistrúnni en sínu áhrifamikla,
munnlega orði. Pjetur biskup Pjetursson verður
því aðalmaðurinn í þessum bardaga gegn skyn-
semistrúnni. Hann var fyrst lengi kennari við
prestaskólann. Seinna varð hann biskup yflr Is-
landi. Hann er lærðasti og afkastamesti allra ís-
lenzkra guðfræðinga á þessari öld. Húslestrabækur
hans hafa haft mjög mikil áhrif. Þegar »Pjeturs
prjedikanir« komu út, þá munu nálega allir þeir,
sem áður lásu »Árna postillu«, hafa hætt við hana.
Smátt og smátt hvarf »Árna postilla* algjörlega
úr sögunni. »Pjeturs postilla« kom í hennar stað
-og varð ávallt vinsælli og vinsælli eptir því, sem