Aldamót - 01.01.1891, Page 125
125
söng íslenzku þjóðarinuar. Hún er fagur morgun-
roði, sem boðar komu þess dags, þegar kirkju- og
trúarlífið vaknar til fulls á Islandi.
Þar sem Pjetur biskup hefur ritað langmest
■allra íslenzkra guðfræðinga á þessari öld, þá gæt-
ir hans auðvitað mest í þessum kyrláta bardaga
gegn skynsemistrúnni. Auðvitað hafa og margir
aörir guðfræðingar Islands barizt sömu baráttu.
Og meðal þeirra eru kennendur prestaskólans.
Því á prestaskólanum hefur ávallt frá því fyrsta
verið kennd hrein, evangelisk-lútersk trú. Kennsl-
n,n hefði og óefað borið beztu ávexti, ef hin al-
kunna óregla, sem opt hefur átt sjer stað meðal
nemenda prestaskólans, hefði eigi eyðilagt öll áhrif
hennar.
Beztu menn íslenzku þjóðarinnar hafa þannig
«m langan tíma beinlínis eða óbeinlínis barizt
gegn skynsemistrúnni og þeirri deyfð og andlegum
svefni, sem er eðlileg afleiðing hennar. En þvi
miður hefur þeim eigi heppnazt að vinna fullan
sigur. Bæði hafa áhrif þessara manna eigi verið
eins mikil og skyldi. Auk þess hefur og skyn-
semistrúin ávallt fengið nýja og nýja hjálp við og
við. Það hefur ávallt verið komið til liðs við hana,
þegar mest hefur þurft á að halda. Þannig studdi
Björn Gunnlaugsson hana með Njólu sinni. Jeg
er viss um, að þessi sannkallaði ágætismaður hef-
ur alls eigi viljað skaða kirkjuna með þessu riti
sínu. En Njóla hefur þó orðið til þess að styrkja
margan Islending í hinni gömlu skynsemistrú. Jeg
hef nýlega fengið augljósa sönnun fyrir því. Þeg-
ar trúarsundrungin varð í Nýja Islandi í vor út
af einu trúaratriði kristindómsins, þá vitnuðu sumir