Aldamót - 01.01.1891, Page 127
127
þeirra, sem í söfnuðum standa, eru að eins með
að hálfu leyti og með hangandi hendi. En hjer
vestan hafs er þó ísinn brotinn. Kirkjulífið er
vaknað hjá islenzkum söfnuðum í landi þessu.
Myndun og viðhald kirkjufjelags vors ber ljósan
vott um það. Og þótt þetta kirkjufjelag vort eigi
erfitt uppdráttar, þá hefur það þó haldið kirkju-
þing á hverju ári og gefið út kirkjulegt tímarit.
Allgóðir sunnudagsskólar eru og haldnir í sumum
söfnuðum kirkjufjelagsins. Allt þetta ber vott urn,
að kirkjulífið meðal Islendinga vestan hafs sje
vaknað til fulls. í mörgu er oss auðvitað enn þá
ábótavant. Að mörgu leyti erum vjer enn þá
andlegir frumbýlingar. Við margt mótdrægt eig-
um vjer enn þá að etja. En byrjunin er gjörð.
Og það er hægra að styðja en reisa. Kirkju- og
trúarlífinu hlýtur að fara fram í söfnuðum vorum
með hverju árinu, sem líður, ef vel og samvizku-
samlega er að því unnið. Islenzka kirkjan austan
hafs heftir verið með of litlu lífsmarki. Þar eru
engir sunnudagsskólar haldnir. Þar er enn þá
ekkert kirkjulegt tímarit. Prestaþingið (synodus)
hefur verið mjög aðgjörðalítið. Allt þetta er tal-
andi sönnun þess, að kirkjulífið á íslandi hafi sofið
fasta svefni. Og jeg hef þegar sýnt fram á, að
þessi svefn hefur verið eðlileg afleiðing af skyn-
semistrúnni. Hann er förunautur hennar, skuggi
hennar. Og þótt beztu menn Islands hafi um
langan tíma barizt með ritum sínum fyrir sönnum
kristindómi, þá er þó skynsendstrúin eígi enn þá
algjörlega sigruð. Kirkjan á Islandi stendur á
einum vegamótum sögunnar. Það er auðsjáanlega
farið að rofa til á landinu. Þoka skynsemistrúar-