Aldamót - 01.01.1891, Síða 129
129
im að finna læknislyf við meinsemdum kirkjunnar.
Jeg vil þess vegna rita nákvæmara um þetta efni
og taka fleiri atriði til umræðu, en jeg hef gjört í
áðurnefndri grein minni.
1. ísland þarf að koraa sjer upp fleiri sann-
trúuðum prestum, en það nú hefur. Deyfð og svefn
kirkjunnar á Isiandi er, eins og áður er sýnt, af-
leiðing skynsemistrúarinnar. Hjer er voðamikil
sök á hendur prestunum. I stað þess að þeir ættu
að vera öruggir forvígismenn evangeliskrar lút-
erskrar trúar, þáhallast sumir þeirra að skynsem-
istrú eða únítaratrú. Slíkt er óumræðilega sorg-
legt. Auðvitað getur enginn talizt kristinn maður,
sem neitar grundvallarsannindum kristinnar trúar.
Enginn getur verið prestur kirkjunnar, sem ekki
fylgir aðaljátningarritum hennar. Þannig ætti það
að vera. Og þannig á það að vera samkvæmt
guðs og manna lögum. Það er algild regla um
allan heim: Menn verða að fylgja grundvallarlög-
um þess fjelags, sem þeir eru sjálfir í. Þannig
verður sjerhver prestur að fylgja játningarritum
sinnar eigin kirkju. Mjer er og algjörlega óskil-
janlegt, hvernig prestur, sem sjálfur eigi trúir
grundvallarsannindum kristinnar trúar, getur boð-
að fagnaðarerindið öðrum mönnum. Hvernig á
presturinn að tala gegn sannfæringu sinni? Og
hvaða gagn verður að slíkri ræðu? Þótt það sjeu
eigi margir prestar á Islandi, sem opinberlega hafa
neitað einhverju trúaratriði kristindómsins, þá virð-
ist þó trúarlíf sumra þeirrastanda á mjög veikum
fótum. Ef trú þeirra væri nógu styrk og lifandi,
þá mundi kirkjurnar á Islandi vera betur sóttar, en
9