Aldamót - 01.01.1891, Page 130
130
þær almennt eru. Sanntrúaðan prest skortir aldr-
ei áheyrendur að staðaldri. Ef trú þeirra væri
nógu stvrk og lifandi, þá væru færri drykkjuprest-
ar á Islandi. Sanntrúaður prestur gjörir sig aldr-
ei að drykkjusvíni. Hann getur auðvitað hras-
að af breyskleika, en með guðs hjálp rjettir hann
sig aptur við. Hið fyrsta lífsskilyrði fyrir kirkjuna
á Islandi er að koma sjer upp prestum, sem með
brennandi trú og óþreytandi áhuga berjast fyrir
málefnum kristindómsins.
2. Island þarf að mennta betur presta sina en
verið liefur. Það þarf að mennta bœði höfuð þeirra
og hjarta. Prestaskólinn í Reykjavik leggur alla
rækt við að mennta skilninginn, að auka kristilega
þekking prestsefnanna. Hann veitir nemendunum
allmikla vísindalega menntun, meiri vísindalega
menntun, en prestsefni fá hjá suinum kirkjufjelög-
um hjer vestan hafs. En prestaskólinn leggur eigi
nægilega rækt við að mennta hjarta nemendanna,
lífga trú þeirra og glæða kærleika þeirra til vors
krossfesta lausnara. Þetta er eigi kennurunum
heldur fyrirkomulagi skólans að kenna. Prestsefn-
in fá allt of lítil kristileg áhrif, meðan þeir stunda
nám sitt í Reykjavík. Þar eru engar guðræknis-
samkomur nema hinar lögboðnu messur á heJgi-
dögunum. Og þær munu eigi hafa eins mikil
vekjandi áhrif á prestsefnin og óskandi væri. Nem-
endurnir fá yfir höfuð allt of litla »praktiska« æf-
ingu, meðan þeir stunda nám sitt á prestaskólan-
um. Að minnsta kosti seinasta námsárið ættu þeir
opt að æfa sig í opinberri prjedikun og barnaupp-
fræðing o. s. frv. Þetta er einkar áríðandi. Því
kennsla í þessum greinum er mjög erfið, ef henni