Aldamót - 01.01.1891, Page 132
132
jeg hef sýnt fram á í »Bindindisræðu« minni (Sam.
5. árg.), þá er bindindismálið eitt af mannkærleiks-
málum mannfjelagsins. Það er þannig eitt af mál-
um kristindómsins. Það er því að sjálfsögðu eitt
af þeim málum, sem allir kristnir prestar eiga að
berjast fyrir. Allir prestar ættu að hafa þetta
hugfast. Þótt drykkjuskapur íslenzkra presta gangi
út yfir öll takmörk, þá væri þó eigi gjörlegt að á-
kveða með lögum, að prestarnir skyldu vera bind-
indismenn. Það væri mesta neyðar-úrræði að gjöra
bindindi prestum að lagaskyldu. Siðferðisskyidan
ætti ein að nægja. En það er öðru máli að gegna
með prestsefnin á prestaskólanum. Það ætti að
vera ákveðið með löggildum reglum, að allir nem-
endur við prestaskólann væru bindindismenn, þótt
þeir stæðu eigi í neinu sjerstöku bindindisfjelagi.
Þeim ætti að vera algjörlega bannað að bragða
áfenga drykki nema eptir læknisráði. Margir
drykkjuprestar hafa fyrst byrjað að drekka á
prestaskólanum. Þeir hafa svo haldið því áfram,
eptir að þeir urðu prestar. Ef prestsefnin ven-
dust á reglusemi og bindindi við prestaskólann, þá
mundu þeir og halda því áfram, þegar þeir kæm-
ust í prestlega stöðu. Ef drykkjuskapnum verður
útrýmt af prestaskólanum, þá hverfur hann smátt
og smátt meðal presta Islands.
4. Prestar œttu eigi að vera sjdlfir innheimtu-
menn launa sinna. Það skal falið safnaðarnefnd-
um d hendur. Það hefur opt verið kvartað yfir
því, »að það hlyti að hafa óneitanlega ill áhrif á
prestskap kennimanna, hvernig staða þeirra er i
þjóðfjelaginu. Þeir verða að fást við búskap til að
geta lifað.« Þeir verða að gefa sig við allt öðru