Aldamót - 01.01.1891, Page 133
133
en prestskap. Búskapur og veraldlegar sýslanir
verða aðalstarf margra þeirra, en prestsverk sín
verða þeir að hafa í hjáverkum. Auk þess verða
þeir að vera sjálfir innheimtumenn launa sinna.
Það hefur skaðleg áhrif hæði á prestana og söfn-
uðina. En hvernig á að kippa því í lag? Það er
um tvennt að gjöra. Annað ráðið er að setja alla
presta á Islandi á föst laun úr landssjóði, en láta
svo öll prestsgjöld ganga i landssjóð. En eptir
því sem tilhagar á íslandi, þá mundi þessi aðferð
eigi vera heppileg. Innheimta prestsgjaldanna í
landssjóð yrði bæði kostnaðarsöm, erfið og ýmsum
annmörkum bundin. Hún yrði að felast sýslu-
mönnum á hendur. En það yrði of mikil viðbót
við þau störf, sem þeir nú hafa á hendi. Og að
launa mann í hverri sýslu til þess eina starfs,
væri of mikill kostnaðarauki fyrir landssjóð. Hitt
ráðið er að fela saf'naðarnefnd hvers safnaðar
þetta á hendur. Safnaðarnefndin ætti að innheimta
allar tékjxir safnaðarins og borga út öll útgjöld hans.
Þannig ætti og safnaðarnefndin að innheimta prests-
gjöldin og borga svo prestinum laun hans. Þessi
aðferð væri hin ánægjulegasta bæði fyrir söfnuð-
inn og prestinn. Þetta er alsiða i öllum sjálfstæð-
um söfnuðum. Þetta væri óefað heppilegasta að-
fei'ðin á Islandi.
5. Prestaþing íslands (synodus) œtti að vera
-miklu fjölsóttara og afkastameira, en það hefur
verið um langan tíma. Og það er gleðilegt til þess
að vita, að þetta er að breytast til batnaðar.
Prestaþingið, sem haldið var í Reykjavík í sumar,
var allfjölmennt. Og mörg þýðingarmikil kirkju-
mál voru þar rædd. Yfir höfuð virðist prestaþing