Aldamót - 01.01.1891, Page 135
135
6. KirJcjulegt tímarit œtti lcirkjan á fslandi að
fá sem állra fyrst. Það hefur lengi vakað fyrir
nokkrum mönnum í Reykjavík að koma þar á
kirkjulegu tímariti. Prestaþingið í sumar liefur
ráðið því máli til lykta. Prestaskólakennari Þór-
hallur Bjarnarson lýsti því yfir á þinginu, »að
hann vildi verða við áskorun biskups og synodus-
ar að byrja nú sem fyrst kirkjulegt tímarit«. Þetta
voru miklar gleðifrjettir fyrir alla þá, sem unna
kirkju íslands. Það er enginn efi á því, að kirkju-
legt tímarit verður prestunum á Islandi og kirkj-
unni þar til mestu blessunar. Og það eru allar
líkur til, að þetta tímarit verði í alla staði vel úr
garði gjört. Síra Þórhallur Bjarnarson er mikill
gáfumaður og mesta lipurmenni, eins og allir vita,
sem til hans þekkja. Allir þeir, sem unna kirkju
Islands og f'ramtíð þjóðar vorrar, ættu að styðja
þetta fagra og nytsama fyrirtæki. Með því að
málið er komið í þetta horf, þá er óþarfi að fara
um það fleiri orðum að svo stöddu.
7. Sunnudagsskóli í Reykjavik œtti að komast
á fót sem allra fyrst. Fjölmargir foreldrar og
margir prestar á Islandi leggja mikla rækt á að
veita börnunum góða uppfræðslu í kristnum fræðum.
En kennsluaðferðin er öfug á Islandi. Heilög rit-
ning er eigi lögð til grundvallar við kennsluna.
Börnin eru eigi látin lesa í henni. Hún er eigi
útskýrð fyrir þeim. Heilög ritning verður óþekkt
bók fyrir fjölmarga unglinga, sem vaxa upp á
íslandi. Slíkt er hörmulegt, því öll uppfræðsla í
kristindóminum hvílir á ritningunni. Kennsla i
ritningunni sjálfri er algjörlega ómissandi viðupp-
fræðing barna. En slík kennsla getur að eins far-