Aldamót - 01.01.1891, Page 136
13(5
ið fram á sunnudagsskólum, svo að hún komi að
verulegum notum. Það er auðvitað mjög erfitt að
koma góðum sunnudagsskólum undir eins á fót í
hverjum söfnuði á íslandi. Slíkir skólar eru þar
alveg óþekktir. Og þar eru þess vegna að eins
sárfáir menn, sem vita, hvernig þessum skólum á
að vera varið. En eitt má gjöra þegar í stað.
Það má undir eins stofna sunnudagsskóla í Reykja-
vik. Þar er nóg af færum mönnum til að kenna.
Og eins og jeg hef áður sagt í ritgjörð þessari, þá
ættu nemendurnir við prestaskólann að vera kenn-
arar á sunnudagsskólanum. Þegar þeir svo yrðu
prestar, þá mundu þeir koma sunnudagsskóla á
fót hver í sínum söfnuði. Og þannig mundu sunnu-
dagsskóiar komast smátt og smátt á víðsvegarum
Island. Að síðustu mundu þeir komast á í hver-
jum söfnuði. Guð gefi, að það verði sem allra
fyrst.
8. Söfnuðirnir á fslandi œttu að bœta, lcirkju-
söng sinn með því að hafa organspil í TdrTcjum sín-
um. Það er almenn umkvörtun á Islandi yfir
því, að kirkjurnar sjeu illa sóttar, »að kirkju-
ræknin fari ávallt minnkandi og messuföllin verði
ávallt tíðari og tíðari«. Hjeraðsfundur Húnvetn-
inga færði í fyrra fram afsakanir fyrir messuföll-
unum: Kirkjurnar væru illa byggðar og ofnlaus-
ar. Þess vegna yrðu þær ekki sóttar í köldu veðri.
Auk þess fengist stundum enginn til að byrja, þótt
margt fólk væri við kirkju. Og af þeirri ástæðu
yrði opt messufall. Jeg svaraði báðum þessum at-
riðum í áðurnefndri grein minni (Lögberg 24. des.
1890). Svarið liggur öllum í augum uppi. Söfn-
uðirnir geta sjálfir sett ofna í kirkjur sínar, svo