Aldamót - 01.01.1891, Page 137
137
■
ávallt megi^hafa nógan hita í þeim. Söfnuðirnir-
eiga sjálfir að annast kirkjusöng sinn, svo að aldrei
vanti mann til að byrja. Þessar afsakanir eru
báðar einskis verðar. En hvers vegna sækja menn
svona illa kirkjur á Islandi?. Það er af því, að'
guðsþjónustugjörðin í kirkjunum hefur opt lítil á-
hrif. Þetta gildir bæði sálmasönginn og sjerstak-
lega ræður prestanna. Þetta hvorttveggja þarf
að batna, ef trúarlífið á Islandi á að rjetta við.
En hvernig á að bæta kirkjusönginn á íslandi ?•
Hvernig á að koma í veg fyrir, að eigi verði messu-
föll vegna söngleysis? Það verður auðvitað með
því eina móti, að söfnuðirnir útvegi sjer organ í
kirkjur sínar og organleikara. Auðvitað kostar
það dálítið, en þann kostnað ætti hver söfnuður
að geta borið. Organspil í kirkjum er nauðsyn-
legt til þess, að kirkjusöngurinn geti farið vel fram..
íslenzka þjóðin hef'ur fengið mikið safn af nýjum
ágætum sálmum í sálmabókinni 1886. Margir beztu
sálmarnir eru undir nýjum lögum. Og það er
varla mögulegt að kenna eða nema þau, ef menn
ekki hafa hljóðfæri við höndina. Þess vegna munu
og margir beztu sálmar vorir eigi verða sungnir í
allmörgum kirkjum i Islandi. Það er mjög sorg-
legt, að sálmabókin nýja getur þannig ekki orðið
að tilætluðum notum. Ef menn yfir höfuð vilja
laga kirkjusöng sinn, þá er þaðeinaráðið að koma
organspili á í kirkjunum. Við það mundi kirkju-
söngurinn batna og kirkjurnar verða miklu bet-
ur sóttar, en þær nú eru. Góður kirkjusöngur
mundi stuðla að því, að endurlífga kirkjuræknina
á íslandi.
9. lslenzkir prestar verða að taka upp nýja