Aldamót - 01.01.1891, Page 139
139
um tilheyrenda sinna. Presturinn veröur, meðan
liann les ræðuna, að hata allan hugann á því að
lesa rjett, að láta sjer eigi fipast í lestrinum. Hann
getur um ekkert annað hugsað. Hann getur alls
■eigi neytt hinna margbreyttu hjálparmeðala, sem
veita munnlegum ræðum fegurð, krapt og þýðing.
Og hann getur aldrei nægilega látið sitt eigið hjarta
hrífast með. Allar upplestra-prjedikanir fara fram
•eins og utan við prjedikarann sjálfan. Þær eru
að eins verk augnanna og tungunnar. Hjartað á
venjulegast engan þátt í þeim. En það er þó allt
undir því komið við alla ræðugjörð, að hjartað sje
með. Þessi upplestur hindrar þannig prestinn í
því að halda sjálfum sjer eins velvakandi og vera
ætti. Og það er alls enginn efi á því, að þessi
prjedikunaraðferð hefur iítil vekjandi áhrif á
söfnuðinn. Hún hefur ávallt eitthvað svæfandi
við sig. Þótt ræðan sjálf sje í alla staði ágæt og
presturinn hafi skrifað hana eins og með blóði
hjarta síns, þá verður hún þó ávallt miklu áhrifa-
minni, ef hún er lesin upp af blöðum, heldur en
ef hún er flutt blaðalaust. Sá munur er afar mik-
ill. Því upplestur og munnleg ræða hafa fátt sam-
•eiginlegt. Það er enn þá meiri munur á því að
lesa upp ræðu af blöðum eða flytja hana blaða^
laust, heldur en á því að lesa upp sálm eða syngja
hann. Efnið í sálminum er ávallt hið sama, hvort
sem hann er lesinn eða sunginn. En sá, sem
mælir fram ræðu sína, getur breytt henni og bætt
við hana í ræðustólnum. Og þau orðin, sem þar
fæðast, hafa ávallt langmest álirif.
Enn fremur er þessi upplestur prestanna orsök
þess, að sumir þeirra leiðast til að lesa upp í stól-