Aldamót - 01.01.1891, Qupperneq 140
140
num gamlar ræður, sem aðrir hafa samið. Og það^
er næstum eðlilegt, þótt þeir falli fyrir þessari
freisting. Með því að allt starf þeirra i stólnum
er fólgið i upplestri, þá finnst þeim, að það gildi
einu, hvort þeir lesi þar upp ræður eptir sjálfa
sig eða aðra. En þeir prestar, sem lesa upp ræð-
ur annarra manna, hætta sjálfir að hugsa. Þeir-
hætta aðhalda hjörtum sínum opnum fyrir rýjum
og nýjum áhrifum guðs orðs. Þeim nægir, ef þeir-
geta haldið augum sínum svo opnum í prjedikun-
arstólnum, að þeir geti lesið þar upp orð annarra
manna. Og þessi upplesnu, lánuðu orð koma eigii
beina leið frá hjarta prestsins og finna því eigi
leið að hjörtum tilheyrendanna. Slík orð falla
sannarlega utan við veginn. Ahrif þeirra erueng-
in eða verri en engin.
Öll prjedikun á að vera: tala (munnleg rœða)..
Eyrsti stafurinn í stafrófi sjerhverra ræðuhalda
heitir: »talaðu blaðalaust«. Eins og enginn getur
lesið, sem ckki þekkir stafina, þannig held-
ur og enginn sá ræðu, sem les upp af blöðum.
Að tala blaðalaust er skilyrðið fyrir því, að það,.
sem um hönd er haft, geti kallazt tala. Þegar
lesið er upp af blöðum, þá heitir það: upplestur-
eða fyrirlestur. En þegar talað er blaðalaust, þá
heitir það tala eða rœða. Þessu blanda Islending-
ar almennt saman. Jeg hef og einu sinni gjört:
mig sekan í slíku rangnefni. Þegar jeg ljet prenta
tölu mína um Grundtvig, Reykjavík 1886, þá kall-
aði jeg hana »fyrirlestur«. Mjer datt þá ekki í
hug neitt íslenzkt nafn yfir þess konar munnlegar
ræður, sem á danskri tungu eru nefndar »Fore-