Aldamót - 01.01.1891, Page 141
141
•drag». En nú hef jeg tekið upp hið rjetta nafn:
tala. Og því nafni held jeg framvegis.
Jesús Kristur hefur lielgað hina kristilegu
prjedikun með sínu heilaga dæmi. Meðan hann
kenndi á Giyðingalandi, þáhjelt hann margarræð-
ur. Hann er vor fullkomnunarfyrirmynd í kristi-
legu ræðuhaldi eins og í öllu öðru. Og hann, sem
forðum mælti fram fjallræðuna, hefur og kennt
lærisveinum sínum að prjedika. Hann hefur gefið
þeim þá frumreglu, »að prjedika blaðalaust« (sbr.
Mt. 10, 19.). Og lærisveinar lians fylgdu þessari
frumreglu. Það sjáum vjer svo glögglega, hvort
■sem vjer lítum til Pjeturs postula í Jerúsalem á
hvítasunnudaginn eða til Páls postula á Areópa-
,gus. Allar menntuðustu þjóðir heimsins viður-
kenna og þetta í verkinu. Allir prestar þeirra
prjedika blaðalaust. Þessi frumregla gildir beggja
megin við Atlantshaf. Og þessu máli mínu til
sönnunar vil jeg kalla fram tvö vitni, tvo ágæt-
ustu prjedikara, sem nú eru uppi í heiminum.
Annar þeirra er C. H. Spurgeon á Englandi. Hinn
er T. De Witt Talmage í Bandaríkjunum. Báðir
þessir prestar eru heimsfrægir menn. Og báðir
fyrirdæma þeir, eins og með einum rómi, allar
upplesturs-prjedikanir. Þeir heimta eindregið, að
prestar prjediki blaðalaust. Og vjer þurfumreynd-
ar eigi vitnisburðar þeirra við. Allir þeir, sem
nokkra reynslu hafa í ræðuhaldi, eru á sarna máli.
•Og íslenzka þjóðin sjálf hefur og óbeinlínis viður-
kennt þetta. Vjer sjáum það á því, að alþingis-
mönnum er bannað að lesa upp þingræður sínar
af blöðum. Menn hafa fundið til þess, að allur
slíkur upplestur er næsta ófagur og skaðlegur.