Aldamót - 01.01.1891, Page 143
148
algáfum getur undir eins tekið upp þessa ræðuaðferð.
Hún liggur svo beint við. Og hún heimtar eigi
neina sjerstaka ræðumanna hæíilegleika. Hún er
alfaravegur allra heilvita manna. Hún er fyrsta
og lægsta stigið í hinni nýju prjedikunaraðferð.
Og hún er að eins fyrsta stigið fyrir flesta prjedik-
ara. Þeir komast flestir með guðs hjálp lengra á-
leiðis í hinni fögru íþrótt.
Annað stigið er þetta: Prjedikarinn skrifar hjá
sjer, með meiri eða minni nákvæmni, aðalefni ræð-
unnar og sundurliðun þess, áður en hann stígur í
stólinn. Um ræðuefnið hefur hann hugsað mjög
vandlega, skoðað það og virt fyrir sjer á allan
hátt. Og svo talar hann um þetta efni með þeim
orðum, sem fæðast í sjálfum prjedikunarstólnum.
Prjedikarinn hefur þannig mjög mikinn undirbú-
ning að því, er snertir efni ræðunnar, en orðin
falla honum af munni undirbúningslaust. Hann
fer með alla beinagrind ræðunnar upp í stólinn, ef
jegmætti svo að orði komast. Ogþar klæðir hann
hana holdi og hörundi. Þar veitir hann henni
anda og líf. Innan þessa stigs eru margar til-
breytingar. Því á þessu stigi standa nálega allir
kristnir prestar um allan heim. Þessi ræðuaðferð
er hin almennasta. Hún er fjölfarinn þjóðvegur
ræðumanna. Hún er sá meðalvegur, sem allir
nokkurn veginn orðfærir menn geta farið. Þessa
ræðuaðferð ættu allir prestar að hafa.
Þriðja stigið er þetta: Prjedikarinn stígur al-
veg óviðbúinn í stólinn. Hann talar undii'búnings-
laust bæði að því, er efni og orð snertir. Þetta
stig er alls eigi fyrir alla. Þetta getur enginn
nema sá, sem hefur djúpa og víðtæka kristilega