Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 16

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 16
kröfur um afurðir á grip. Auknar afurðakröfur á grip hafa valdið því, að kjarnfóður er síaukinn hluti fóðursins. Sem betur fer eiga vambargerlar auðvelt með að aðlaga sig margs konar fóðursamsetningu, og því veldur þetta sjaldan vand- ræðum. Samt sem áður er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir, að því ólíkara sem fóðrið er hinu venjulega gróffóðri, því meiri hætta er á meltingartruflunum. Enda hefur á seinni árum komið á daginn að mikil kjarnfóðurgjöf getur sett vambar- gerjunina úr lagi. Löngu áður en kýr veikist, dregur slík fóðrun úr lyst hennar. Lítil fita í mjólk stafar oft af lélegri samsetningu fóðurs og gróffóðurskorti. Ekki er hægt að vega gróffóðurskort upp með aukinni kjarnfóðurgjöf. Þó að nauðsynlegt sé, að fóður inni- haldi næga orku, er hinn grófgerðari hluti þess ekki síður mikilvægur, ef melting og mjólkurframleiðsla júgursins eiga að vera eðlileg. Ef hlut kjarnfóðurs í þurrefni er haldið innan 40-60% marka, fara saman mikið át og eðlileg vambargerjun.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.