Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 48

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 48
alþjóðlega mælieiningakerfinu. Einingarnar kcal og MJ eru notaðar fyrir fugla og loðdýr. Nánari upplýsingar um þessar orkueiningar er að finna í Handbók bænda. PRÓTEIN er alþjóðlegt orð, og er mælt með notkun þess. Efnafræðilega er það oft skilgreint nánar sem hráprótein, * þ.e.a.s. N (köfnunarefni) x 6.25, eða hreinprótein. Talið er heppilegast að nota aðeins heitin prótein og hreinprótein. TRÉNI verði notað þegar fjallað er um búfjárfóður, en þörf er á orðinu trefjaefni þegar átt er við matvæli. Ekki er talin þörf nánari skilgreiningar einstakra trénisþátta í fóðurtöflum fyrir búfé. VÍTAMÍNer alþjóðlegt orð, og er mælt með alhliða notkun þess. Aðalflokkarnir eru A-vítamín, B-vítamín, C-vítamín, D-vítamín, E-vítamín og K-vítamín. Undirflokkar eru kenndir við bókstafina og aðgreindir með tölum í fótskrift, t.d. B, ,-vítamin. Orðin STEINEFNI og SNEFILEFNI verði notuð á sama hátt og áður. Orðið steinefni er í raun safnheiti. Algengast er að skipta þessum orðum í undirflokkana aðalefni, svo sem 4 forsfór, kalíum, kalsíum, natríum og magníum, og snefilefni, svo sem járn, kopar, kóbalt, mólybden, mangan og selen. HELSTU HEIMILDIR Grein þessi er að miklu leyti byggð á staðfæringu á völdum köflum úr bókarkorninu „Fóring af mjölkeku“, sem er eftir Asmund Ekern og var gefið út af Landbruksforlaget í Osló 1977, í flokki slíkra kvera, sem nefnist „Framtid í fjöset". 4 Auk þess var stuðst við eftirfarandi heimildir: ARC The Nutrition Requirements of Ruminant Livestock CAB, 1980, bls. 66-70. Bines, J.A.: Voluntary Food Intake. I Feeding Strategy for the High yield- ing Dairy Cow, ed. Broster, W.H. & Swan, H., 1979, bls. 23-48. 50

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.