Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 53

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 53
janúarlok. Afgreiðsla á vörum var að mestu lokið um miðjan maí. Seldar vörur voru í svipuðu magni og í fyrra. Lokaorð. Öllu samstarfsfólki og öðrum sem ég í mínu starfi hefi átt samskipti við, vil ég þakka samveru og samstarfið þessi ár sem ég hefi unnið hjá Ræktunarfélaginu. II. SKÝRSLA ÞÓRARINS LARUSSONAR Heyefnagreiningar. Á töflu þeirri sem hér fylgir, gefur að líta fjölda þátttakenda, sýna og meðalfóðurgildi og efnamagn í heyi frá sumrinu 1980 eftir búnaðarsambandssvæðum. Fjöldi þátttakenda og sýna er eilítið meiri en árið 1979. Fóðurgildið er 2,03 kg/FE nú, en var 2,16 eftir hið illræmda sumar 1979. Þetta segir þó ekki mikið. Má t.d. benda á að heyið er lakara í Húnavatnssýslum og þó sérstaklega í Austursýslunni nú en 1979, en afgerandi betra i Þingeyjarsýslum og þó einkum í Norðursýslunni nú en 1979. Sýnir þetta enn einu sinni hversu lítils bændur, þrátt fyrir bætta heyskaparaðstöðu, mega sín gegn náttúruöflunum í heyverkunarmálum. Það fer þó varla á milli mála að bændur, einkum á vestur- kjálkanum, hafa beðið of lengi með sláttinn sumarið 1980. Ljósi punkturinn er votheysverkunin. T.d. lækkaði sýrustigið úr 4,42 1979 í 4,21 1980 að meðaltali og fóðurgildið var mun betra 1980. 55

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.