Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 57
Samkvæmt skipun stjórnar Rfl. Nl. hef ég starfað í svo-
nefndri Heimöflunarnefnd, ásamt Heiðari Kristjánssyni
bónda að Hæli í Torfalækjarhreppi A.-Hún. og Ara Teitssyni
ráðunaut í S.-Þing. Höfum við mætt á þrem fundum á þessu
ári og verður skýrsla nefndarinnar kynnt nánar síðar á fund-
inum. Sat fund í nefnd um fóðurþarfir fyrir sunnan í júní.
Þá skrifaði ég þrjár greinar i Frey, eina um heykögglagerð,
aðra um innlenda fóðuriðju og þá þriðju ásamt Ólafi Guð-
mundssyni fóðurfræðingi hjá Rala um sumarbeit mjólkur-
kúa.
Þá dvaldist ég tvívegis syðra í nokkra daga, bæði við upp-
gjör á selenrannsóknum í samvinnu við Baldur Símonarson á
Keldum og í heimsókn hjá fagbræðrum hjá Rala og BÍ.
Þá hefur pöntunarfélagið gengið með svipuðu sniði og áður
og kemur veltan væntanlega fram á reikningum félagsins.
Flutningur í nýtt húsnœði:
Það er töluvert verk að flytja, ekki síst heila rannsóknarstofu
ásamt skrifstofum og tilheyrandi. Þetta er þriðja húsnæði
stofunnar og er vonast ákveðið til þess að þar sannist orðtakið
„allt er þegar þrennt er.“
Sem kunnugt er verður stofan og aðsetur Ræktunarfélags-
ins framvegis á annarri hæð nýbyggingar að Óseyri 2 á Ak-
ureyri, en þá hæð er BSE að byggja. Þegar þetta er ritað er
flutningur vel á veg kominn og lítur ekki út fyrir teljandi tafir
á heyefnagreiningum í haust, eða annarri starfsemi félagsins
hans vegna. Þá stendur fyrir dyrum flutningur Búnaðar-
bókasafnsins á Akureyri á sama stað, en að því standa BSE og
Tilraunastöðin á Möðruvöllum, ásamt Rfl. Nl. Verður þá
notað tækifærið til að koma betra skipulagi á safnið en verið
hefur. f því skyni hefur verið ráðinn bókasafnsfræðingur,
þegar þar að kemur.
59