Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 65

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 65
Einnig starfaði Aðalbjörn Benediktsson með nefndinni við könnun votheysverkunar. Þórarinn gerði grein fyrir hvað heimaöflun væri og í hverju gildi hennar fælist. í máli hans kom fram, að þeir bændur sem búa mest að sínu, séu óháðari utanaðkom- andi áhrifum og hafa þar af leiðandi jafnari afkomu en þeir sem byggja í ríkum mæli á aðkeyptum aðföngum. Þess má geta, að í Frey hafa birst greinar eftir alla nefndarmennina um nokkur atriði heimaöflunar. Hug- myndin er, að skýrsla nefndarinnar verði fjölrituð og send þeim er þennan fund sitja. Þá hefur stjórn Rfl. Nl. einnig í huga, að boða til fundar síðar í haust með formönnum búnaðarsambandanna og ráðunautum, þar sem þessi mál yrðu nánar rædd. Jóhannes Sigvaldason las upp reikninga félagsins og skýrði þá. Lágu þeir fyrir í fjölriti. Niðurstöðutölur af rekstrarreikningi voru 38.618.220 gkr. og rekstrarhagn- aður 1.528.857 gkr. Niðurstöðutölur efnahagsreiknings voru 7.481.004 gkr. og hrein eign til næsta árs 4.964.271 gkr. Sérreikningar fylgja aðalreikningi fyrir Styrktarsjóð Rfl. Nl. og útgáfu Berghlaups. Hófust nú umræður um skýrslur og reikninga. Fyrstur tók til máls Aðalbjörn Benediktsson og gerði að umtals- efni skýrslu Þórarins og þá fyrst og fremst það sem hann hafði sagt um höfðingjasleikjuskap V.-Húnvetninga. Að- albjörn ræddi einnig um hámarksafurðastefnuna og dró í efa að hún væri það eina rétta. Teitur Björnsson flutti stjórn félagsins og starfsmönn- um þakkir fyrir vel unnin störf áliðnu ári. Sérstakar þakkir færði hann Jóhannesi Sigvaldasyni fyrir hans störf hjá félaginu og gat þar m.a. uppgötvunar Jóhannesar á brennisteinsskorti í túnum. í lok máls síns bauð Teitur Bjarna Guðleifsson velkominn til starfa hjá félaginu. Eggert Ólafsson tók undir orð Teits. Ræddi hann um kal i túnum og lét í ljós von sína um verulega auknar kalrannsóknir með tilkomu Bjarna Guðleifssonar til Rfl. Nl. 67

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.