Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 1
GlSLI KRISTJÁNSSON:
h
BÆNDASKÓLINN Á HÓLUM
100 ÁRA
Forsaga Bœndaskólans.
Þann 14. maí 1982 varð Bændaskólinn á Hólum 100 ára.
Aldarafmæli stofnunarinnar var hátíðlegt haldið 4. júli 1982.
Skulu hér rakin nokkur atriði í tengslum við afmælið og
tilefni þess, en viðeigandi verður að telja að fara fyrst nokkr-
^ um orðum um forsögu almennrar búnaðarfræðslu, sem hér á
landi var um hönd höfð, að nokkru á vegum einstaklinga en
annars með félagslegri eða opinberri tilstilli um áratugi áður
en hinn eiginlegi búnaðarskóli varð að veruleika.
Búnaðarskólar og bændaskólar, sem stofnaðir hafa verið og
starfræktir til þess að þjóna landbúnaði sem atvinnugrein og
menntun á því sviði sem sérgrein annars, eiga ekki lengri sögu
en svo sem 180 ár, hér í Norðurálfu, en hvort sérmenntun á
þessu sviði hefur verið um að ræða í fornum menningarríkjum
Austurálfu, af því höfum við hvorki sagnir né sögur.
Okkar viðhorf og veruleiki í þessum efnum er talinn eiga
upphaf sitt í Þýskalandi, en fyrsti búnaðarskólinn þar var
starfræktur í Maglín í Magdeburg frá og með árinu 1806 og
fyrsti skólastjórinn þar, Albrecht Thaer, hefur í almennri
p. búnaðarsögu verið talinn upphafsmaður búfræðimenntunar
og oddviti þeirrar tíðar búnaðarhagfræði. Hinsvegar er það
staðreynd, að áður höfðu viss svið búfræði og búvísinda verið
rækt og iðkuð við menntastofnanir sem atriði í almennri
náttúrufræði og fullyrða má, að nokkrir Islendingar höfðu
3
-