Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Side 10

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Side 10
ræktunarstörfum í auknum mæli og svo öðrum þáttum bú- skapar á Norðurlandi. Brennandi málflutningur hans kveikti marga neista í hugum þátttakenda á námskeiðinu og við- horfið til félagsstofnunar fékk strax ágætar viðtökur. í fram- haldi af því var efnt til fundar á Akureyri þann 11. júní 1903. Þá var Rœktunarfélag Norðurlands stofnað með hóp félaga, er taldi 553 skráða aðila. Fyrirheit voru gefin frá einstaklingum og félagssamtökum um efnahagslegan stuðning og Akureyr- arbær lofaði landspildu til þess að koma á fót gróðrarstöð, er sinnti ræktunarmálum á sviði jarðvinnslu, garðyrkju og skógræktar í fyrstu röð. Frábær áhugi stjórnar Ræktunarfélagsins fyrstu árin var traustur kjarni í athöfnum og starfrækslu Gróðrarstöðvar- innar, sem í upphafi var meginverkefnið, en stjórnina skip- uðu: Páll Briem amtmaður, Sigurður Sigurðsson skólastjóri og Stefán Stefánsson kennari, síðar skólameistari. Verklegar framkvæmdir í Gróðrarstöðinni voru í forsjá Sigurðar, sem að loknu skólastarfi á Hólum, á hverju vori flutti búferlum til Akureyrar með fjölskyldu og stóð þannig fyrir verklegum námskeiðum nemenda sinna, en þeir sóttu ákafir til starfa og undu glaðir við verknámið þarna, gagn- stætt því er fyrr gerðist í verknámi á Hólum. Af viðtölum höfundar þessa greinarkorns við ýmsa þeirra nema, er unnu í Gróðrarstöðinni fyrstu árin, mátti enn greina kærar minningar verma hugann áratugum eftir að atburð- irnir skeðu. Þau viðhorf voru allt önnur en deyfð og drungi, sem ríkjandi virtist í fari þeirra, er verknámið stunduðu fyrstu 20 árin heima á Hólum. Af framangreindu má fullyrða, að Ræktunarfélag Norður- lands var og er skilgetið afkvæmi búnaðarskólans og þá um leið þeirra, sem þar stóðu i fararbroddi og sátu í öndvegi einmitt á fyrsta tug þessarar aldar, en það vita raunar allir Norðlendingar og margir fleiri. Afsprengi þeirra hugsjóna, sem þá og þarna voru gerðar að veruleika, breiddust til umhverfisins eins og bylgjur á lygnum polli, sem steini er kastað í, og þær bylgjur hafa á ýmsum tímum síðan dreifst frá sömu stöðvum, stundum um lang- 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.