Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 13
og Stefán Stefánsson — voru jafnframt oddvitar þeirra at-
hafna, er fram fóru á vegum Ræktunarfélagsins. Því hlutu
ungmenni, er skólana sóttu, að vera í náinni snertingu við
athafnasvið umræddra stofnana og síðar reynast flytjendur
áhugamálanna til heimahaga. Til viðbótar má svo minnast
þess, að hróður Bændaskólans óx um skeið í vitund almenn-
ings við heimsóknir skólastjórans með heilan bekk nemenda
um grannsveitir, nokkra daga á hverju hausti, til þess að
kynnast búskap bændanna og gefa nemendum kost á að ræða
við bændur.
Þetta voru mikil áhugaefni allra aðila um árabil og hafði
gagnkvæm áhrif á ýmsum sviðum með víkkandi sjóndeildar-
hring til nýrra lítt eða ekki kunnra viðfangsefna.
Framhaldið.
Um síðastliðin full 60 ár, eða síðan stjórn Sigurðar Sigurðs-
sonar lauk árið 1920, hafa viðhorf til búskapar og almennrar
framhaldsmenntunar verið mjög breytileg á ýmsum tímum.
Alþýðuskólar voru stofnaðir og starfræktir, húsmæðraskólar
urðu tískufyrirbæri um skeið, leiðir ungmenna lágu eðlilega
til hinna nýju menntavega svo að á ýmsu hefur oltið um
aðsókn til bændaskólanna, einatt án tillits til þess hverjir
stóðu þar fyrir athöfnum.
Á umræddu tímabili hafa á Hólum veitt forstöðu skólans
þessir:
Páll Zóphóníasson....................... 1920-1928
Steingrímur Steinþórsson................ 1928-1935
Kristján Karlsson....................... 1935-1961
Gunnar Bjarnason........................ 1961-1962
Árni G. Pétursson (settur).............. 1962-1963
Haukur Jörundarson...................... 1963-1971
Haraldur Árnason........................ 1971-1980
Jón Bjarnason...................... frá 1981
I fjarvist Páls
Guðmundur Jónsson settur................ 1926-1927
1 fjarvist Steingríms
Björn Símonarson settur................. 1934-1935
15