Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 47
Norður-Ameríku (Fragaria virginiana) og næstum hundrað
árum síðar, 1712, kom önnur tegund (Fragaria chiloensis) frá
Suður-Ameríku. Um þá síðarnefndu eru góðar heimildir. Það
var franskur sjóliðsforingi, Frezier að nafni, sem tók með sér
margar plöntur, en aðeins 5 lifðu af sex mánaða sjóferð til
Marseille. Með kynblöndun milli þessara tveggja tegunda
fengust svo plöntur með enn stærri og fallegri ber. Þeirra er
fyrst getið á prenti 1759 og voru þau lengi vel kölluð ananas-
jarðarber einu nafni, þótt fljótlega kæmu afbrigði sem hlutu
ákveðin nöfn eins og nú er.
Blóm jarðarberjaplöntunnar eru stór og hvít að lit. Það er
blómbotninn sem vex og þrútnar út og myndar svonefnt
falskt aldin, berið sjálft. Hin raunverulegu aldin eru litlar
gulleitar eða brúnleitar hnetur, sem sjást hálfsokknar utan á
berinu.
Vísar að blómknúppum myndast í ágúst og september árið
áður en þeir vaxa áfram og springa út. Þannig getur veðráttan
síðsumars og að hausti ráðið miklu um blómgun á næsta ári.
Notkun plastskýla á þessum tíma ætti að vera til mikillar
hjálpar.
Plönturnar hafa stuttan lóðréttan jarðstöngul með miklum
trefjarótum. A hverju ári myndast nýjar rætur ofar á jarð-
stönglinum ofan við þær eldri en neðsti hluti hans með elstu
rótunum deyr út. Þannig vex hann smám saman upp úr
jarðveginum og nýjar rætur eiga erfitt með að festa sig í
moldinni áður en þær þorna. Þetta veldur því meðal annars
að plönturnar verða smám saman veikbyggðari og gefa minni
uppskeru með aldrinum.
Yngstu og bestu ræturnar eru þær sem liggja næst yfirborði
moldarinnar. Þess vegna má aldrei nota klóru eða arfasköfu
nálægt jarðarberjum og ekki höggva renglur af með stungu-
spaða.
Jarðarberjaafbrigði.
Allmikið er unnið erlendis að kynbótum á jarðarberjum og ný
afbrigði eru alltaf að koma fram á sjónarsviðið. Samt eru þau
4
49