Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Side 57
HELGI HALLGRfMSSON:
ÁDREPA UM VERNDUN OG
SKRÁNINGU SÖGUMINJA
Hvarvetna í byggðum löndum eru ýmiss konar sögulegar
minjar svo að segja á hverju strái, og byggðin hefur að sjálf-
sögðu sett svip sinn á landslagið, breytt því og umskapað það
á ýmsa vegu. Landslagið sem við höfum fyrir augum nú, er
því í fæstum tilfellum upprunalegt landslag. Hér á landi er
það fyrst og fremst gróðurinn, sem hefur tekið stakkaskiptum.
Skógurinn og kjarrið, sem að líkindum hefur klætt mestallt
láglendið á landnámsöld er víðast horfinn, og annar gróður
kominn í staðinn. Tún hafa verið ræktuð, garðar byggðir,
vegir lagðir og síðast en ekki sízt hafa ýmiss konar byggingar
verið reistar á ýmsum stöðum.
Það er álit sumra, að náttúruvernd hljóti að byggjast á því
að færa allt í sem upprunalegast horf, en þetta er aðeins hálfur
sannleikur. Að sjálfsögðu getur það verið æskilegt að láta
náttúruna sjálfráða á vissum útvöldum stöðum, sem annað-
hvort eru mjög sérstæðir um náttúrufar, hafa auðugt jurta-
eða dýralíf o.s.frv., eða eru þannig settir að þeir verða ekki
nýttir til gagns.
Á fjölbyggðu landi er það hinsvegar út í bláinn að viðhafa
þá stefnu. Þar verður að lita á manninn og athafnir hans,
húsdýr o.s.frv., sem einn þáttinn í hinni margbreytilegu
náttúru. Þar verður hlutverk náttúruverndarinnar að reyna
að viðhalda sem eðlilegustu og heilbrigðustu umhverfi miðað
59