Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 61

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 61
bæjum standa ennþá uppi gömul fjárhús, hesthús og ýmsir smákofar, en þau týna nú óðum tölunni. Af öðrum búsetuminjum má nefna t.d. smalakofa, fjárborgir og fjárhella, sem mikið er af á hraunsvæðunum í Þingeyjar- þingi, fiskbyrgi (sem í Mývatnssveit kallast reiðabyrgi), tófu- gildrur, svarðargrafir, vörður, götur og gamla vegi, stíflugarða og vörslugarða af ýmsu tagi, réttir og aðhöld o.s.frv. Allar þessar minjar eru merkilegar á sína visu, og veita margháttaðar upplýsingar um atvinnuhætti fólksins. Á það hefur þegar verið bent, að náttúruvernd og minja- vernd verða naumast sundur skildar. Hinar sögulegu minjar, sögustaðir, þjóðsagnastaðir og búsetuminjar, eru fyrir löngu orðnar þáttur i landslaginu, óaðskiljanlegar frá því. Verndun þeirra er óframkvæmanleg án þess að umhverfi þeirra sé verndað, og á hinn bóginn gefa þær landinu aukið verndar- gildi með því að auka fjölbreytni þess. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) hafa frá upphafi haft söguminjavernd á stefnuskrá sinni og vilja sam- eina hana verndun náttúrunnar eftir því sem hægt er, enda er það líka í samræmi við skoðanir alþýðumanna og anda nátt- úruverndarlaganna, en þar segir í 1. grein, að lögin skuli tryggja eftir föngum þróun íslenzkrar náttúru eftir eigin lög- málum, en verndun þess sem er sérstætt eða sögulegt. Við náttúrufarskönnun þá sem fram hefur farið á undan- förnum árum í ýmsum héruðum norðanlands, hefur þetta sjónarmið verið haft í huga, og sögulegar minjar hafa því jafnan verið skoðaðar og skráðar samhliða náttúruminjum. Slík könnun hefur m.a. farið fram í Jökulsárgljúfrum (1974), í Mývatnssveit og á Mývatnsöræfum (1975-1978), í Skaga- fjarðardölum (1979) og í Eyjafirði (1979-1982). A þessum svæðum hafa flestar eyðibýlatættur, selrústir og ýmislegt fleira verið skoðaðar, mældar lauslega og rissaðar upp, merktar inn á kort og ljósmyndir teknar af þeim. Þá má geta þess að Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði hefur á undan- förnum árum skoðað margar eyðibýlatættur í Þingeyjarþingi og gert af þeim nákvæmar teikningar, en hann er áhuga- maður um þessi fræði. 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.