Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Side 69
áburðar nauðsyn, a.m.k. á tún sem notuð eru til beitar og
slægna. Verður ekki farið frekari orðum hér um, að öðru leyti
en því, að hvetja menn eindregið til þess að lesa þessa heimild
af gaumgæfni.
Þó er ekki hægt að láta hjá líða að vitna ögn í þessa grein, en
Þorsteinn spyr sjálfan sig margra spurninga þegar líða tekur
að sumarmálum og segir öll svörin við þeim spurningum
„beinast að því að svara þeim á þann veg að sláttur geti hafist
snemma, svo sem minnst verði af trénuðu heyi á hlöðu að
heyskap loknum.“ Útkoman úr fjórum heysýnum hjá honum
voru þessi í kg/FE: 1,5, 1,4, 1,6, 1,7 árið 1980, en hann byrjaði
líka að slá 10. júní það vor. 1 niðurlagi erindisins skrifar hann:
„Með því að skipta áburðinum má draga úr notkun hans pr.
ha., nýtingin verður mun betri, gæði heysins aukast, en í
gæðum þess er fólginn einn meginhlekkur þeirrar keðju, sem
liggur að því marki að búfé skili eðlislægum afurðum.“ Hann
leggur einnig áherslu á að beita túnin varlega og beita aldrei
öll tún að vorinu.
Snúum þróuninni við í heygœðunum.
Við skulum setja okkur markmið gagnvart gæðum heyjanna
og stefna að því markvisst, strax frá og með næsta sumri.
Ifyrstu lotu þetta, eftir samsetningu búfjár:
— Kúabú (> 80%kýr), lágmark 1,7 kg/FE að meðaltali.
— Blönduð bú (20-80% kýr) lágmark 1,8 kg/FE að með-
altali.
— Sauðfjárbú (> 80% fé) lágmark 1,9 kg/FE að meðal-
tali.
HEIMILDIR
1. Bjarni Guðmundsson. 1974. Val sláttutíma. Jarðræktarráðstefna 11.
mars 1974.
2. Gunnar Ólafsson 1979. Efnainnihald og meltanleiki ýmissa túngrasa á
mismunandi þroskastigi. Fjölrit Rala nr. 42.
3. Þórarinn Lárusson, Guðmundur Steindórsson og Jón Arnason 1982.
Áhrif kjarnfóðurs og heygæða á afurðir mjólkurkúa í Eyjaf. 1978-81.
Ráðunautafundur 1982.
71