Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 77
heyjum ber að slá sem fyrst. Þess ber þó að geta að meltanleiki
snarrótar fellur enn hraðar en hjá vallarfoxgrasinu á mynd 5a,
þannig að enn mikilvægara er að slá snarrótartúnin snemma.
Uppskera grastegunda.
Eðlilegra er að mæla uppskeruna í fóðureiningum (þ.e. orku)
fremur en í heyi eða þurrefni (þ.e. magni). A mynd 5c eru
sýndar í grófum dráttum niðurstöður úr tilraun að Löngu-
mýri í Skagafirði, þar sem m.a. voru bornar saman þrjár
grastegundir slegnar á mismunandi tímum. Sé einslegið gefur
vallarfoxgras mesta uppskeru af orku allt sumarið, þá vallar-
sveifgras og snarrót minnsta. Uppskera mæld í heyi fer auð-
vitað vaxandi er líður á sumar, en vegna rýrnandi fóðurgildis
næst hámarksuppskera af fóðureiningum í snarrót snemma í
júlí, af vallarsveifgrasi seint í júlí en vallarfoxgrasið nær ekki
hámarksuppskeru fyrr en í ágúst. Vegna þess hve fóðurgildi
snarrótar minnkar snemma og ört, er rétt að slá fyrst tún, þar
sem hún er ríkjandi, þá vallarsveifgrastún en vallarfoxgras-
túnin síðast, af því það heldur fóðurgildi sínu best. Þess ber þó
að geta að stefna ber að því að slá öll tún snemma til þess að
ná nægilega góðu heyi.
Sé tvíslegið verður að slá fyrri sláttinn snemma. Við tvo
slætti gefur vallarsveifgrasið meiri uppskeru en vallarfox-
grasið. Ef hugmyndin er að tvíslá eða slá og beita einhverja
hluta túnsins, ber að nota tún þar sem vallarsveifgras er
ríkjandi, vegna þess að það gefur meiri endurvöxt en aðrar
grastegundir. Vallarfoxgrasi á að hlífa við harkalegri beit
öðrum grastegundum fremur, vegna hins sérstæða vaxtar-
háttar sem áður er lýst (orkuforði í lauk).
79