Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 78
ÞÓRARINN LÁRUSSON
°g
BJARNI E. GUÐLEIFSSON:
HEIMAÖFLUN OG NÝJUNGAR
í LEIÐBEININGARSTARFI
Tveir áhersluþœttir í starfsemi Rœktunarfélagsins
Formáli.
Lítillega hefur verið fjallað um þessa þætti báða á fundum og
í starfsskýrslum ráðunauta félagsins undanfarin eitt til tvö ár.
I raun eru bæði þessi mál nátengd í eðli sínu og hafa það að
markmiði að vekja menn til umhugsunar um stöðu landbún-
aðar, að hverju er æskilegt að stefna í leiðbeiningarstarfinu og
hvernig. Þykir hlýða að gera þessum málum nokkuð greinar-
betri skil í riti félagsins en verið hefur.
Haustið 1980 skipaði stjórn Ræktunarfélagsins, í samræmi
við samþykkt aðalfundar það ár, þá Ara Teitsson ráðunaut,
Heiðar Kristjánsson bónda að Hæli og Þórarin Lárusson hjá
R.N. í heimaöflunarnefnd félagsins. Nefndin skilaði fjölrit-
uðu áliti til aðalfundar 1981. Var þar greint frá starfsemi
nefndarinnar, forsendum fyrir heimaöflun og ýmsum leiðum
fyrir bændur til að auka heimaafla á búum sínum. Fer hér á
eftir inngangur að greinargerð þessari:
„Eins og þeim er kunnugt, sem fylgst hafa með starfi
Ræktunarfélagsins, hafa heimaöflunarmál ætíð verið í há-
vegum hjá félaginu. I heimi vaxandi tækni, bættra sam-
gangna og frjálsari utanríkisverslunar, er þó ekki að ófyrir-
synju að staldra við og líta sér enn nær.
Segja má að til heimaöflunar teljist allt það, sem fengið er
80