Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 87
sem næst jafnmargir og kaupstaðirnir á Norðurlandi, eða 15
talsins. A sumum þessara staða eru einungis smáverslanir, en
annars staðar einnig verkstæði, hótel, skólar, sláturhús, út-
gerðarfyrirtæki og iðnfyrirtæki, en enginn þeirra veitir eins
alhliða þjónustu og kaupstaðirnir fyrrnefndu.
Hér má sjá hvernig þessir staðir skiptast á norðlensku sýsl-
urnar sex:
Vestur-Húnavatnssýsla:
Kaupstaðir: Hvammstangi.
Verslunarstaðir: Staðarskáli, Víðihlíð.
Austur-Húnavatnssýsla:
Kaupstaðir: Blönduós, Skagaströnd.
Verslunarstaðir:
Skagafjarðarsýsla:
Kaupstaðir: Sauðárkrókur, Hofsós.
Verslunarstaðir: Varmilækur, Varmahlíð, Ketilás.
Eyjafjarðarsýsla:
Kaupstaðir: Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík,
Akureyri.
Verslunarstaðir: Hauganes, Hjalteyri, Steinhólaskáli
(Hrísey, Grímsey).
Suður-Þingeyjarsýsla:
Kaupstaðir: Húsavík.
Verslunarstaðir: Svalbarðseyri, Grenivík, Fosshóll,
Laxárvirkjun, Laugar, Reykjahlíð.
Norður-Þingeyjarsýsla:
Kaupstaðir: Kópasker, Raufarhöfn, Þórshöfn.
Verslunarstaðir: Ásbyrgi.
Þessi flokkun getur auðvitað orkað tvímælis, til dæmis
hvað eigi að flokka sem kaupstað og hvað sem verslunarstað
eða þéttbýliskjarna. Enn fremur er augljóst að menn sækja
sums staðar þjónustu yfir sýlsumörk. Má nefna að ýmsir
Suður-Þingeyingar sækja til Akureyrar og Austur-Húnvetn-
ingar í Varmahlíð. Það vekur hins vegar athygli að allir þessir
svonefndu kaupstaðir eru við störndina og síðari hluti nafns-
89