Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 110
Þessi grófi samanburður sýnir, að þeir bæir sem betri heyin
höfðu, voru að jafnaði með meira af sáðgresi (vallarfoxgrasi,
háliðagrasi og vallarsveifgrasi) og þeir sem voru með lakari
heyin höfðu áberandi meiri túnvingul og snarrót í túnum
sínum. Kemur þetta allvel heim og saman við fræðin, nema
hvað háliðagras er yfirleitt talið fremur lélegt hráefni. Mis-
munur þessara tveggja hópa í gróðurfari var einungis raun-
hæfur hvað snertir snarrótina.
A Idur túna og gróðurfar.
Upplýsingum var einnig safnað um ræktunarár túnanna, að
vísu ekki nákvæmum upplýsingum, en þó nógu nákvæmum
til að flokka túnin í þrjá aldursflokka. Niðurstöður urðu
þessar, reiknaðar sem óvegið meðaltal:
GRÓÐURFAR%
Fjöldi Vallar- spildna fox- gras Há- liða- gras Vallar- sveif- gras Tún- ving- ull Snar- rót Arfi Annað Fj öldi teg- unda
1976-1981 24 37 14 21 5 3 13 13 10
1970-1975 27 21 7 18 10 17 7 10 13
Fyrir 1970 90 11 14 21 11 23 10 10 20
Raunhæfni *** * **
Elstu túnin eru flest, og þau eru með fjölbreytilegast gróð-
urfar. Meginniðurstaða samanburðarins er sú að í yngri tún-
unum er raunhæft meira af vallarfoxgrasi en minna af tún-
vingli og snarrót en í eldri túnum. Vallarfoxgrasið víkur því
fyrir snarrót og túnvingli þegar frá sáningu líður.
Aðrar rannsóknir.
Niðurstöður þessara gróðurathugana hafa verið bornar sam-
an við rannsókn Jóhannesar Sigvaldasonar (1977), sem var
unnin allt öðruvísi, þ.e. við gróðurmat á heysýnum frá 22
bæjum á Norðurlandi. Þessum athugunum ber allvel saman.
112