Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 111
Röð helstu grastegunda er svipuð. Þó er í þessari athugun
allmiklu meira af háliðagrasi (14% í stað 6%) og minna af
túnvingli og vallarfoxgrasi. Þetta getur átt sér ýmsar orsakir,
bæði er munur á aðferðum, munur á tíma og einnig getur
verið um ólíka bæi að ræða í rannsóknunum.
Guðni Þorvaldsson (1981) gerði gróðurathugun á 20 bæj-
um á Suðurlandi með sömu aðferð og hér var beitt. I heild
virðist vera mun meira af vallarfoxgrasi, túnvingli og língresi
á Suðurlandi en minna af háliðagrasi, vallarsveifgrasi og
snarrót. Vekur það einkum athygli að á Suðurlandi var ein-
ungis um 1% snarrót samanborið við 22% á Norðurlandi og á
Suðurlandi var yfir 20% língresi samanborið við 1% á Norð-
urlandi.
Yfirlit.
Þessi athugun sýnir að algengustu grastegundir í norðlensk-
um túnum eru snarrót (22%) og vallarsveifgras (20%) en síðan
koma vallarfoxgras (16%) og háliðagras (14%). Varpasveif-
gras þekur um 4% túnanna, arfategundir eru 11% og aðrar
blómplöntur um 1%. A þeim bæjum sem mest er af snarrót í
túnum hafa náðst lakari hey að fóðurgildi en þar sem minni
snarrót er. Hlutdeild vallarfoxgrass minnkar eftir því sem
túnin eldast, en snarrót og túnvingull koma í staðinn. í gömlu
túnunum eru fleiri tegundir plantna en í yngri túnum.
HEIMILDARRIT
Guðni Þorvaldsson, 1981. Gróðurfar túna á nokkrum bæjum í Rangár-
vallasýslu. Fjölrit RALA nr. 78, 12 bls.
Jóhannes Sigvaldason, 1977. Grös í túnum á Norðurlandi. Fjölrit BRT nr.
6, 11 bls.
■
8
113