Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 114
yfir aðrar sýslur, hefur minnkunin orðið mest þar í hlutfalli
við önnur efni.
Ástæður fyrir þessu geta sjálfsagt verið ýmsar, svo sem
breyttur gróður túna í kjölfar kalára og lítillar ný- eða end-
urræktar, grös á hærra þroskastigi við slátt o.fl.
Hið síðastnefnda gæti átt frekar við á vestursvæðinu, en
það er hæpin ályktun á austurvængnum, heldur er mun trú-
legra að minna sé af nýtanlegum kalíáburði í jörð þar en áður.
Þegar bornar eru saman áburðarpantanir fyrir sömu ár á
þessum svæðum, auk ársins 1982, og kalímagnið reiknað í kg
K20 á ha miðað við 100 kg N kemur eftirfarandi í ljós:
Svæði 1978 1981 1982
Vestursvæði 36,9 43,6 51,3
Austursvæði 36,6 36,6 40,1
Mism. % (V-A) 1,1 19,2 25,4
Helsti munur milli svæða stafar einkum af mun meiri
pöntunum í Græði 4A (23-14-9 + 2) og Græði 7 (20-12-8) á
austursvæðinu. Eftir þessari, að vísu lauslegu, athugun að
dæma, virðist vera full ástæða til að viðkomandi bændur halli
sér meira að kalíríkari áburðartegunum sem fyrst, enda má fá
brennisteininn eftirsótta í kalíríkari áburðartegundum nú.
Er því ráðlegt að fylgjast náið með kalímagni uppskerunn-
ar í sumar í ljósi þeirrar þróunar í áburðarnotkun sem árið
1982 bendir til að ætli að verða til frambúðar, en þar er
munur milli svæða orðinn um 25%, þótt kalí miðað við N sé
heldur meira en áður eins og sést í töflunni.
Þetta mun verða athugað betur og skal nú vikið að öðru.
Leiðbeiningar.
Á aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands 1980 var samþykkt
tillaga þess efnis að félagið útvegaði fé í búnað til mælinga á
súgþurrkun og súgþurrkunarkerfum.
116